Ford lækkar verð á öllum nýjum bílum Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2014 16:24 Ford Fiesta. Ford á Íslandi hefur lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur. Eins og áður sagði lækkaði verð á öllum nýjum Ford, bæði fólksbílum og sendibílum. Sem dæmi má nefna Ford Ka sem var á 1.690.000 kr. en er nú á 1.670.000 kr. sem er lægsta verðið á Íslandi á nýjum bíl. Eins má nefna Ford Focus C-MAX sem var á 3.690.000 kr. en er nú á 3.630.000 kr. Ford Explorer var áður á 9.650.000 kr. en er nú á 9.520.000 kr. Í einhverjum tilfellum hafa verð á nýjum bílum lækkað um meira en 1,2%. Má þar nefna Ford Fiesta Trend sem er nú á 2.390.000 en var áður á 2.450.000 kr. og Ford Kuga var á 6.290.000 kr. en er nú fáanlegur á 6.190.000 kr. Margverðlaunuðu Transit sendbílarnir hafa að sjálfsögðu einnig lækkað í verði. Sem dæmi má nefna Ford Transit Connect, sendibíl ársins 2014, sem var á 2.382.470 kr. án Vsk en er nú á 2.350.598 kr. án Vsk. Ford Transit Custom, sendibíll ársins 2013, var á 3.498.008 kr. án Vsk en er nú á 3.450.199 kr. án Vsk. Brimborg hvetur áhugasama að líta við í reynsluakstur og njóta góðs af verðlækkunum. Brimborg tekur allar tegundir bíla upp í. Einnig er hægt að senda póst á ráðgjafa Ford hjá Brimborg á netfangið ford@brimborg.is. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent
Ford á Íslandi hefur lækkað verð á öllum nýjum bílum vegna fyrirhugaðra breytinga á virðisaukaskatti sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Við breytingarnar lækkar virðisaukaskatturinn úr 25,5% í 24% sem þýðir um 1,2% lækkun á verði nýrra bíla. Þess má geta að hlunnindaskattur lækkar einnig sem þessu nemur. Eins og áður sagði lækkaði verð á öllum nýjum Ford, bæði fólksbílum og sendibílum. Sem dæmi má nefna Ford Ka sem var á 1.690.000 kr. en er nú á 1.670.000 kr. sem er lægsta verðið á Íslandi á nýjum bíl. Eins má nefna Ford Focus C-MAX sem var á 3.690.000 kr. en er nú á 3.630.000 kr. Ford Explorer var áður á 9.650.000 kr. en er nú á 9.520.000 kr. Í einhverjum tilfellum hafa verð á nýjum bílum lækkað um meira en 1,2%. Má þar nefna Ford Fiesta Trend sem er nú á 2.390.000 en var áður á 2.450.000 kr. og Ford Kuga var á 6.290.000 kr. en er nú fáanlegur á 6.190.000 kr. Margverðlaunuðu Transit sendbílarnir hafa að sjálfsögðu einnig lækkað í verði. Sem dæmi má nefna Ford Transit Connect, sendibíl ársins 2014, sem var á 2.382.470 kr. án Vsk en er nú á 2.350.598 kr. án Vsk. Ford Transit Custom, sendibíll ársins 2013, var á 3.498.008 kr. án Vsk en er nú á 3.450.199 kr. án Vsk. Brimborg hvetur áhugasama að líta við í reynsluakstur og njóta góðs af verðlækkunum. Brimborg tekur allar tegundir bíla upp í. Einnig er hægt að senda póst á ráðgjafa Ford hjá Brimborg á netfangið ford@brimborg.is.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent