„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 Beyoncé í leggings frá E-label til vinstri og Solange í kjól frá Ostwald Helgason til hægri. Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun. Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun.
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira