Jóladagatal - 2. desember - AB mjólk á spegil Grýla skrifar 2. desember 2014 16:00 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í þætti dagsins taka þau systkin sig til og skreyta stofuspegilinn með AB mjólk. Á hann teikna þau kertaskreytingu, jólatré og stjörnu og það er engu líkara en það hafi snjóað á spegilinn. Þessi stórskemmtilegu tröll hvetja alla til að skreyta spegilinn heima hjá sér. Klippa: 2. desember - AB mjólk á spegil - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna. Jóladagatal Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Tóta og Siggi koma öllum í jólaskap Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn bregður sér í gervi Hrafns Gunnlaugssonar Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Jólalag dagsins: Jónsi tekur Jólin eru að koma í öðruvísi útgáfu Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólalag dagsins: Þröstur upp á Heiðar með Það eru að koma jól Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á Vísi á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Í þætti dagsins taka þau systkin sig til og skreyta stofuspegilinn með AB mjólk. Á hann teikna þau kertaskreytingu, jólatré og stjörnu og það er engu líkara en það hafi snjóað á spegilinn. Þessi stórskemmtilegu tröll hvetja alla til að skreyta spegilinn heima hjá sér. Klippa: 2. desember - AB mjólk á spegil - Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu 2014 Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.
Jóladagatal Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Úti er alltaf að snjóa Jól Tóta og Siggi koma öllum í jólaskap Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn bregður sér í gervi Hrafns Gunnlaugssonar Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Jóladagatal Vísis: Eldingarnar leiftra í Grímsvötnum undir tónum Sigur Rósar Jól Jólalag dagsins: Jónsi tekur Jólin eru að koma í öðruvísi útgáfu Jól „Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Jól Jólalag dagsins: Þröstur upp á Heiðar með Það eru að koma jól Jól