Milljón Skódar í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 15:24 Skoda Octavia er söluhæsti bíll fyrirtækisins. Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895. Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent
Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895.
Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent