Nauðgaraummæli um Egil Einarsson dæmd dauð og ómerk Bjarki Ármannsson skrifar 18. desember 2014 19:13 Egill höfðaði meiðyrðamál gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur og Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem bæði voru sýknuð í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur. Ummæli Sunnu eru dæmd dauð og ómerk en hún þarf ekki að greiða Agli refsi- eða miskakröfur.Sakaði Egil um nauðgun Úrskurðurinn snýr að ummælum sem Sunna lét falla á Facebook-síðunni „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni.“ Sú síða var stofnuð í kjölfar þess að viðtal við Egil, sem einnig er þekktur sem Gillz eða Gillzenegger, birtist í tímaritinu Monitor árið 2012 þar sem hann tjáði sig meðal annars um kærur tveggja kvenna sem borið höfðu hann sökum um kynferðisbrot. Mál kvennanna gegn Agli höfðu bæði verið felld niður þegar viðtalið birtist í Monitor.Í dómi Hæstaréttar segir að það fari ekki á milli mála að Sunna hafi sakað Egil um nauðgun með því að skrifa að ekki væri um að ræða „árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku“ og gagnrýna mætti að „nauðgarar“ prýddu forsíður rita sem dreift væri um allan bæ.Taldi sig hafa ástæðu til að ætla að hann væri sekur Hæstiréttur taldi þó ekki sannað að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun gegn betri vitund, það er að hún hafi vitað að málin gegn honum hefðu verið felld niður. „Skilja verður málatilbúnað gagnáfrýjanda á þann veg að hún telji sig hafa haft ástæðu til að ætla, í ljósi þess hatursáróðurs sem hún kveður aðaláfrýjanda hafa staðið fyrir gegn ýmsum hópum, svo sem konum, að hann hafi gerst sekur um það brot gegn A sem hann hafði verið kærður fyrir,“ segir í dómsorðum. Egill Einarsson höfðaði einnig meiðyrðamál gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í kjölfar umræðna um viðtalið í Monitor. Birti Ingi Kristján mynd af Agli úr ritinu á Instagram-síðu sinni með áletruninni „Fuck you rapist bastard.“ Ingi Kristján var sýknaður af meiðyrðum í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Hæstarétti og ummælunum leyft að standa. Tengdar fréttir „Egill skapaði sjálfur skrípið“ Verjandi í meiðyrðamáli segir að Egill Einarsson sé hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú fyrir. Engu skiptir hvort að það hafi verið í hans eigin nafni eða einhvers "skrípis“ eins og verjandinn komst að orði. 26. september 2013 13:54 Mál Egils gegn konunum fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vinkonur hennar báru vitni gegn honum. 12. júlí 2013 07:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Gillz stefnir syni þingmanns fyrir meiðyrði - og þremur öðrum Egill Einarsson, eða Gillzenegger, eins og hann er oft kallaður, hefur falið lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að stefna fjórum einstaklingum fyrir meiðyrði. 3. desember 2012 16:49 Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. 23. nóvember 2014 19:47 Ummæli um Gillz dæmd ómerk Stúlkan þarf auk þes að greiða 100 þúsund krónur í bætur til Egils, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað. 1. október 2013 14:17 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Egill „Gillz“ áfrýjar í meiðyrðamálum Egill Einarsson hefur áfrýjað dómi Hérðaðsdóms Reykjavíkur sem féll í meiðyrðarmálum í fyrra. Lögmaður Egils segir dómana í ósamræmi við annan dóm sem féll skömmu áður. 22. janúar 2014 14:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur. Ummæli Sunnu eru dæmd dauð og ómerk en hún þarf ekki að greiða Agli refsi- eða miskakröfur.Sakaði Egil um nauðgun Úrskurðurinn snýr að ummælum sem Sunna lét falla á Facebook-síðunni „Gillz af forsíðunni - krefjum Monitor um afsökunarbeiðni.“ Sú síða var stofnuð í kjölfar þess að viðtal við Egil, sem einnig er þekktur sem Gillz eða Gillzenegger, birtist í tímaritinu Monitor árið 2012 þar sem hann tjáði sig meðal annars um kærur tveggja kvenna sem borið höfðu hann sökum um kynferðisbrot. Mál kvennanna gegn Agli höfðu bæði verið felld niður þegar viðtalið birtist í Monitor.Í dómi Hæstaréttar segir að það fari ekki á milli mála að Sunna hafi sakað Egil um nauðgun með því að skrifa að ekki væri um að ræða „árás á mann fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga unglingsstúlku“ og gagnrýna mætti að „nauðgarar“ prýddu forsíður rita sem dreift væri um allan bæ.Taldi sig hafa ástæðu til að ætla að hann væri sekur Hæstiréttur taldi þó ekki sannað að Sunna hefði sakað Egil um nauðgun gegn betri vitund, það er að hún hafi vitað að málin gegn honum hefðu verið felld niður. „Skilja verður málatilbúnað gagnáfrýjanda á þann veg að hún telji sig hafa haft ástæðu til að ætla, í ljósi þess hatursáróðurs sem hún kveður aðaláfrýjanda hafa staðið fyrir gegn ýmsum hópum, svo sem konum, að hann hafi gerst sekur um það brot gegn A sem hann hafði verið kærður fyrir,“ segir í dómsorðum. Egill Einarsson höfðaði einnig meiðyrðamál gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni í kjölfar umræðna um viðtalið í Monitor. Birti Ingi Kristján mynd af Agli úr ritinu á Instagram-síðu sinni með áletruninni „Fuck you rapist bastard.“ Ingi Kristján var sýknaður af meiðyrðum í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Hæstarétti og ummælunum leyft að standa.
Tengdar fréttir „Egill skapaði sjálfur skrípið“ Verjandi í meiðyrðamáli segir að Egill Einarsson sé hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú fyrir. Engu skiptir hvort að það hafi verið í hans eigin nafni eða einhvers "skrípis“ eins og verjandinn komst að orði. 26. september 2013 13:54 Mál Egils gegn konunum fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vinkonur hennar báru vitni gegn honum. 12. júlí 2013 07:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Gillz stefnir syni þingmanns fyrir meiðyrði - og þremur öðrum Egill Einarsson, eða Gillzenegger, eins og hann er oft kallaður, hefur falið lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að stefna fjórum einstaklingum fyrir meiðyrði. 3. desember 2012 16:49 Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. 23. nóvember 2014 19:47 Ummæli um Gillz dæmd ómerk Stúlkan þarf auk þes að greiða 100 þúsund krónur í bætur til Egils, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað. 1. október 2013 14:17 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Egill „Gillz“ áfrýjar í meiðyrðamálum Egill Einarsson hefur áfrýjað dómi Hérðaðsdóms Reykjavíkur sem féll í meiðyrðarmálum í fyrra. Lögmaður Egils segir dómana í ósamræmi við annan dóm sem féll skömmu áður. 22. janúar 2014 14:17 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
„Egill skapaði sjálfur skrípið“ Verjandi í meiðyrðamáli segir að Egill Einarsson sé hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú fyrir. Engu skiptir hvort að það hafi verið í hans eigin nafni eða einhvers "skrípis“ eins og verjandinn komst að orði. 26. september 2013 13:54
Mál Egils gegn konunum fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vinkonur hennar báru vitni gegn honum. 12. júlí 2013 07:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Gillz stefnir syni þingmanns fyrir meiðyrði - og þremur öðrum Egill Einarsson, eða Gillzenegger, eins og hann er oft kallaður, hefur falið lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni að stefna fjórum einstaklingum fyrir meiðyrði. 3. desember 2012 16:49
Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. 23. nóvember 2014 19:47
Ummæli um Gillz dæmd ómerk Stúlkan þarf auk þes að greiða 100 þúsund krónur í bætur til Egils, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað. 1. október 2013 14:17
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36
Egill „Gillz“ áfrýjar í meiðyrðamálum Egill Einarsson hefur áfrýjað dómi Hérðaðsdóms Reykjavíkur sem féll í meiðyrðarmálum í fyrra. Lögmaður Egils segir dómana í ósamræmi við annan dóm sem féll skömmu áður. 22. janúar 2014 14:17