PSA/Peugeot-Citroën flytur höfuðstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 10:49 Höfuðstöðvar PSA Peugeot-Citroën í París. Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent
Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent