Hlutabréf í Tesla falla vegna lækkunar bensínsverðs Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 09:36 Verksmiðja Tesla í Kaliforníu. Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent
Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent