Tónlistarveisla á Park um helgina Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2014 11:00 Tónlistarmaðurinn Mark Splinter kemur fram á skemmtistaðnum Park á laugardagskvöld. mynd/Vataitas „Þetta verður magnað kvöld og ég hlakka mikið til,“ segir Artiomas Tómas Maminas, eigandi viðburðafyrirtækisins The Happy Sheep sem stendur fyrir tónlistarveislu á skemmtistaðnum Park á laugardagskvöld í samvinnu við Tuborg og Park. Breski tónlistarmaðurinn og mannréttindafrömuðurinn Mark Splinter kemur þar fram ásamt Adda Exos, A.Handsome og Smokin Joe. Splinter hefur útsett og komið að ýmiss konar dans- og raftónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Ferillinn hófst í London en hann flutti til Litháen og hefur getið sér gott orð í skemmtanaiðnaðinum þar í landi. Hann er talinn vera faðir DubStep-tónlistarinnar í Vilníus en hann leikur að mestu tónlist sem flokkast undir DubStep og Uk Garage. Splinter hefur einnig verið virkur í mannréttindabaráttunni og leikstýrði meðal annars góðgerðarmyndbandi þar sem fjöldi frægra kom fram, eins og Maxi Jazz, Chaka Kahn, Jocelyn Brown og Maysa Leak. Frítt er inn á tónlistarveisluna á laugardagskvöldið og hefst klukkan 22.00 á Park. Nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta verður magnað kvöld og ég hlakka mikið til,“ segir Artiomas Tómas Maminas, eigandi viðburðafyrirtækisins The Happy Sheep sem stendur fyrir tónlistarveislu á skemmtistaðnum Park á laugardagskvöld í samvinnu við Tuborg og Park. Breski tónlistarmaðurinn og mannréttindafrömuðurinn Mark Splinter kemur þar fram ásamt Adda Exos, A.Handsome og Smokin Joe. Splinter hefur útsett og komið að ýmiss konar dans- og raftónlist frá níunda áratug síðustu aldar. Ferillinn hófst í London en hann flutti til Litháen og hefur getið sér gott orð í skemmtanaiðnaðinum þar í landi. Hann er talinn vera faðir DubStep-tónlistarinnar í Vilníus en hann leikur að mestu tónlist sem flokkast undir DubStep og Uk Garage. Splinter hefur einnig verið virkur í mannréttindabaráttunni og leikstýrði meðal annars góðgerðarmyndbandi þar sem fjöldi frægra kom fram, eins og Maxi Jazz, Chaka Kahn, Jocelyn Brown og Maysa Leak. Frítt er inn á tónlistarveisluna á laugardagskvöldið og hefst klukkan 22.00 á Park. Nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira