Líklegir lokatónleikar tveggja sveita í kvöld á Gamla Gauknum Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2014 10:00 Hljómsveitin Coral kemur fram ásamt Telepathetics og Morðingjunum á Gamla Gauknum í kvöld. mynd/Dennis Stempher „Þetta gætu alveg verið lokatónleikarnir okkar,“ segir Gunnar Jónsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Coral. Sveitin kemur fram á tónleikum í kvöld ásamt Telepathetics og Morðingjunum en hvorki Coral né Telepathetics hefur komið fram í langan tíma. „Gítarleikarar Coral og Telepathetics fóru báðir í hljóðverkfræðinám erlendis og fóru þær því báðar í pásu. Nú eru þeir hins vegar á landinu og erum við allir rokkþyrstir og hlökkum mikið til,“ útskýrir Gunnar. Hljómsveitin Coral var stofnuð árið 2000 og hefur gefið út tvær plötur, seinni platan kom út árið 2011. „Við gátum spilað á útgáfutónleikum og einum tónleikum til viðbótar, en eftir þá rauk Steinar gítarleikari út í nám og við fórum í pásu.“ Gera má ráð fyrir góðri stemningu á þessum nostalgíutónleikum sem fram fara á Gamla Gauknum og hefjast klukkan 22.00. Nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta gætu alveg verið lokatónleikarnir okkar,“ segir Gunnar Jónsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Coral. Sveitin kemur fram á tónleikum í kvöld ásamt Telepathetics og Morðingjunum en hvorki Coral né Telepathetics hefur komið fram í langan tíma. „Gítarleikarar Coral og Telepathetics fóru báðir í hljóðverkfræðinám erlendis og fóru þær því báðar í pásu. Nú eru þeir hins vegar á landinu og erum við allir rokkþyrstir og hlökkum mikið til,“ útskýrir Gunnar. Hljómsveitin Coral var stofnuð árið 2000 og hefur gefið út tvær plötur, seinni platan kom út árið 2011. „Við gátum spilað á útgáfutónleikum og einum tónleikum til viðbótar, en eftir þá rauk Steinar gítarleikari út í nám og við fórum í pásu.“ Gera má ráð fyrir góðri stemningu á þessum nostalgíutónleikum sem fram fara á Gamla Gauknum og hefjast klukkan 22.00. Nánari upplýsingar um viðburðinn eru hér.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira