„Þjófarnir láta mig ekki í friði“ 4. janúar 2014 09:30 Hljómsveitin Skarkali lofar góðri stund í Þjóðmenningarhúsinu í dag. „Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þremur reiðhjólum var stolið af mér í Hollandi og það á sama árinu,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, tónlistarmaður og nemandi í Haag í Hollandi. Hann er nú á sínu öðru námsári í djasspíanóleik og lætur vel af Hollandi þrátt fyrir hnuplið. „Þjófarnir láta mig hreinlega ekki í friði þarna í Hollandi.“ Ingi Bjarni kemur fram á tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu í dag klukkan 16.00 ásamt tríóinu Skarkala. „Ég stofnaði þetta tríó í fyrrasumar og við náum mjög vel saman,“ útskýrir Ingi Bjarni. Meðlimir Skarkala eru ásamt Inga Bjarna þeir, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari, en þeir kynntust allir í Tónlistarskóla FÍH. Sveitin lék fyrir hönd Íslands á djassviðburðinum Young Nordic Jazz Comets sem fram fór í Þrándheimi í Noregi í september í fyrra. „Það gekk bara mjög vel þarna úti og okkur var mjög vel tekið.“ Á tónleikunum í dag verða leikin lög eftir Inga Bjarna, sem hann hefur samið á undanförnum árum, en hann gerði garðinn frægan með bræðings-hljómsveitinni Hress/Fresh sem tók meðal annars þátt í Músíktilraunum árið 2007. Eins og fram hefur komið hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og kostar einungis eitt þúsund krónur inn.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“