„Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2014 13:00 „Það var gott að ná að anda að sér íslensku lofti,“ sagði Frank Fannar í stuttu fríi frá dansi í nútímadansuppfærslu á Svanavatninu í Þýskalandi. Fréttablaðið/GVA „Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp