Rauð eins og blóð á íslensku 6. janúar 2014 12:00 Bókaflokkur Salla Simukka um Mjallhvíti hefur hlotið ótrúlegar viðtökur. Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið. Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið.
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira