Umdeildasti leikari í heimi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 08:30 Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen heimsótti landið nýverið. Hann er einn umdeildasti leikari í heimi og ákvað Vísir að líta yfir nokkrar af eftirminnilegustu stundum hans – bæði góðar og slæmar. Drukkinn á setti Charlie var afar stressaður þegar hann lék á móti Michael Douglas í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Hann leitaði þá í áfengi til að peppa sig upp. „Ég byrjaði að drekka öllum stundum. Myndin var tekin í New York þannig að ég var á börunum til þrjú eða fjögur á nóttunni og reyndi síðan að mæta klukkan sex á sett og leika á móti Michael Douglas,“ lét leikarinn hafa eftir sér í viðtali.Skaut unnustuna Charlie trúlofaðist leikkonunni Kelly Preston árið 1990 en innan nokkurra mánaða endaði hún á sjúkrahúsi þar sem Charlie hafði óvart skotið hana í handlegginn. Charlie heldur því fram að Kelly hafi verið að færa til fötin hans og að skot úr byssu sem hann geymdi í buxnavasa sínum hafi hlaupið úr henni.Setti fatalínu á markað Leikarinn setti fatalínuna Sheen Kidz á markað árið 2005 og sótti innblástur í dætur sínar tvær. Slagorðið er Von, Ást, Draumar og einbeitti Charlie sér að íþróttafötum fyrir börn. Óljóst er hve virkt fyrirtækið er núna en vörur fyrir 15,5 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna, seldust á fyrsta starfsárinu.Charlie og Kelly.Sálin á tíu milljónir Charlie lét einu sinni hafa það eftir sér að hann myndi skrifa endurminningar sínar og opna sig upp á gátt en hann vildi tíu milljónir dollara fyrir að skrifa hana, rúman milljarð króna.Hæstlaunaði leikarinn Ærslabelgurinn landaði hlutverki Charlies Harper í CBS-gamanþættinum Two and a Half Men árið 2003 en karakter hans var að hluta til byggður á leikaranum. Hann hlaut ALMA-verðlaunin, þrjár Emmy-tilnefningar og tvær Golden Globe-tilnefningar fyrir hlutverk sitt. Auk þess varð hann hæst launaði leikarinn í sjónvarpi í Bandaríkjunum og fékk borgaðar 1,8 milljónir dollara, tæplega 210 milljónir króna, fyrir hvern þátt.Two and a Half Men.Rekinn! Charlie var rekinn úr Two and a Half Men í mars árið 2011. Hann talaði í kjölfarið opinberlega mjög illa um Chuck Lorre og kallaði hann meðal annars trúð og maðk. Leikarinn stefndi síðan Warner Bros og Chuck Lorre og krafðist hundrað milljóna dala í bætur. Í september sama ár náðust samningar milli allra aðila málsins.Partí með klámmyndastjörnu Charlie borgaði klámmyndastjörnunni Kacey Jordan þrjátíu þúsund dollara, tæplega þrjár og hálfa milljón króna, fyrir að djamma með sér á heimili sínu í Hollywood í janúar árið 2011. Djammaði leikarinn í 36 klukkutíma samfellt og neytti ýmissa fíkniefna að sögn Kacey. Enduðu herlegheitin með því að hann var fluttur á spítala og grátbað fyrrverandi eiginkona hans, Denise Richards, hann um að fara í meðferð.Tapaði sér í beinni Leikarinn missti algjörlega tökin í útvarpsþætti Alex Jones árið 2011 þegar hann talaði um sjálfan sig eins og hann væri Guð, úthúðaði Chuck Lorre, yfirframleiðanda Two and a Half Men, og lét meira að segja ófögur orð falla um Thomas Jefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Kacey Jordan.Kom öllum á óvart Charlie leysti Michael J. Fox af hólmi í sjónvarpsþáttunum Spin City árið 2000 vegna veikinda Michaels. Áhorfendur héldu að Charlie myndi ekki standa sig en hann sló í gegn og var tilnefndur til tvennra ALMA-verðlauna og vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun.Ég er kvæntur – djók! Leikarinn dvaldi hér á landi síðustu helgi með kærustu sinni, Brett Rossi. Hann setti mynd af parinu á Twitter og skrifaði undir að þau hefðu gift sig á landinu. Nokkrum dögum síðar sagði blaðafulltrúi hans að það væri bara grín og að leikarinn hafi gert þetta til að pirra fyrrverandi eiginkonu sína, Denise Richards.Á Íslandi með kærustunni sinni. Golden Globes Tengdar fréttir Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen heimsótti landið nýverið. Hann er einn umdeildasti leikari í heimi og ákvað Vísir að líta yfir nokkrar af eftirminnilegustu stundum hans – bæði góðar og slæmar. Drukkinn á setti Charlie var afar stressaður þegar hann lék á móti Michael Douglas í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Hann leitaði þá í áfengi til að peppa sig upp. „Ég byrjaði að drekka öllum stundum. Myndin var tekin í New York þannig að ég var á börunum til þrjú eða fjögur á nóttunni og reyndi síðan að mæta klukkan sex á sett og leika á móti Michael Douglas,“ lét leikarinn hafa eftir sér í viðtali.Skaut unnustuna Charlie trúlofaðist leikkonunni Kelly Preston árið 1990 en innan nokkurra mánaða endaði hún á sjúkrahúsi þar sem Charlie hafði óvart skotið hana í handlegginn. Charlie heldur því fram að Kelly hafi verið að færa til fötin hans og að skot úr byssu sem hann geymdi í buxnavasa sínum hafi hlaupið úr henni.Setti fatalínu á markað Leikarinn setti fatalínuna Sheen Kidz á markað árið 2005 og sótti innblástur í dætur sínar tvær. Slagorðið er Von, Ást, Draumar og einbeitti Charlie sér að íþróttafötum fyrir börn. Óljóst er hve virkt fyrirtækið er núna en vörur fyrir 15,5 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna, seldust á fyrsta starfsárinu.Charlie og Kelly.Sálin á tíu milljónir Charlie lét einu sinni hafa það eftir sér að hann myndi skrifa endurminningar sínar og opna sig upp á gátt en hann vildi tíu milljónir dollara fyrir að skrifa hana, rúman milljarð króna.Hæstlaunaði leikarinn Ærslabelgurinn landaði hlutverki Charlies Harper í CBS-gamanþættinum Two and a Half Men árið 2003 en karakter hans var að hluta til byggður á leikaranum. Hann hlaut ALMA-verðlaunin, þrjár Emmy-tilnefningar og tvær Golden Globe-tilnefningar fyrir hlutverk sitt. Auk þess varð hann hæst launaði leikarinn í sjónvarpi í Bandaríkjunum og fékk borgaðar 1,8 milljónir dollara, tæplega 210 milljónir króna, fyrir hvern þátt.Two and a Half Men.Rekinn! Charlie var rekinn úr Two and a Half Men í mars árið 2011. Hann talaði í kjölfarið opinberlega mjög illa um Chuck Lorre og kallaði hann meðal annars trúð og maðk. Leikarinn stefndi síðan Warner Bros og Chuck Lorre og krafðist hundrað milljóna dala í bætur. Í september sama ár náðust samningar milli allra aðila málsins.Partí með klámmyndastjörnu Charlie borgaði klámmyndastjörnunni Kacey Jordan þrjátíu þúsund dollara, tæplega þrjár og hálfa milljón króna, fyrir að djamma með sér á heimili sínu í Hollywood í janúar árið 2011. Djammaði leikarinn í 36 klukkutíma samfellt og neytti ýmissa fíkniefna að sögn Kacey. Enduðu herlegheitin með því að hann var fluttur á spítala og grátbað fyrrverandi eiginkona hans, Denise Richards, hann um að fara í meðferð.Tapaði sér í beinni Leikarinn missti algjörlega tökin í útvarpsþætti Alex Jones árið 2011 þegar hann talaði um sjálfan sig eins og hann væri Guð, úthúðaði Chuck Lorre, yfirframleiðanda Two and a Half Men, og lét meira að segja ófögur orð falla um Thomas Jefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Kacey Jordan.Kom öllum á óvart Charlie leysti Michael J. Fox af hólmi í sjónvarpsþáttunum Spin City árið 2000 vegna veikinda Michaels. Áhorfendur héldu að Charlie myndi ekki standa sig en hann sló í gegn og var tilnefndur til tvennra ALMA-verðlauna og vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun.Ég er kvæntur – djók! Leikarinn dvaldi hér á landi síðustu helgi með kærustu sinni, Brett Rossi. Hann setti mynd af parinu á Twitter og skrifaði undir að þau hefðu gift sig á landinu. Nokkrum dögum síðar sagði blaðafulltrúi hans að það væri bara grín og að leikarinn hafi gert þetta til að pirra fyrrverandi eiginkonu sína, Denise Richards.Á Íslandi með kærustunni sinni.
Golden Globes Tengdar fréttir Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00