Umdeildasti leikari í heimi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 08:30 Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen heimsótti landið nýverið. Hann er einn umdeildasti leikari í heimi og ákvað Vísir að líta yfir nokkrar af eftirminnilegustu stundum hans – bæði góðar og slæmar. Drukkinn á setti Charlie var afar stressaður þegar hann lék á móti Michael Douglas í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Hann leitaði þá í áfengi til að peppa sig upp. „Ég byrjaði að drekka öllum stundum. Myndin var tekin í New York þannig að ég var á börunum til þrjú eða fjögur á nóttunni og reyndi síðan að mæta klukkan sex á sett og leika á móti Michael Douglas,“ lét leikarinn hafa eftir sér í viðtali.Skaut unnustuna Charlie trúlofaðist leikkonunni Kelly Preston árið 1990 en innan nokkurra mánaða endaði hún á sjúkrahúsi þar sem Charlie hafði óvart skotið hana í handlegginn. Charlie heldur því fram að Kelly hafi verið að færa til fötin hans og að skot úr byssu sem hann geymdi í buxnavasa sínum hafi hlaupið úr henni.Setti fatalínu á markað Leikarinn setti fatalínuna Sheen Kidz á markað árið 2005 og sótti innblástur í dætur sínar tvær. Slagorðið er Von, Ást, Draumar og einbeitti Charlie sér að íþróttafötum fyrir börn. Óljóst er hve virkt fyrirtækið er núna en vörur fyrir 15,5 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna, seldust á fyrsta starfsárinu.Charlie og Kelly.Sálin á tíu milljónir Charlie lét einu sinni hafa það eftir sér að hann myndi skrifa endurminningar sínar og opna sig upp á gátt en hann vildi tíu milljónir dollara fyrir að skrifa hana, rúman milljarð króna.Hæstlaunaði leikarinn Ærslabelgurinn landaði hlutverki Charlies Harper í CBS-gamanþættinum Two and a Half Men árið 2003 en karakter hans var að hluta til byggður á leikaranum. Hann hlaut ALMA-verðlaunin, þrjár Emmy-tilnefningar og tvær Golden Globe-tilnefningar fyrir hlutverk sitt. Auk þess varð hann hæst launaði leikarinn í sjónvarpi í Bandaríkjunum og fékk borgaðar 1,8 milljónir dollara, tæplega 210 milljónir króna, fyrir hvern þátt.Two and a Half Men.Rekinn! Charlie var rekinn úr Two and a Half Men í mars árið 2011. Hann talaði í kjölfarið opinberlega mjög illa um Chuck Lorre og kallaði hann meðal annars trúð og maðk. Leikarinn stefndi síðan Warner Bros og Chuck Lorre og krafðist hundrað milljóna dala í bætur. Í september sama ár náðust samningar milli allra aðila málsins.Partí með klámmyndastjörnu Charlie borgaði klámmyndastjörnunni Kacey Jordan þrjátíu þúsund dollara, tæplega þrjár og hálfa milljón króna, fyrir að djamma með sér á heimili sínu í Hollywood í janúar árið 2011. Djammaði leikarinn í 36 klukkutíma samfellt og neytti ýmissa fíkniefna að sögn Kacey. Enduðu herlegheitin með því að hann var fluttur á spítala og grátbað fyrrverandi eiginkona hans, Denise Richards, hann um að fara í meðferð.Tapaði sér í beinni Leikarinn missti algjörlega tökin í útvarpsþætti Alex Jones árið 2011 þegar hann talaði um sjálfan sig eins og hann væri Guð, úthúðaði Chuck Lorre, yfirframleiðanda Two and a Half Men, og lét meira að segja ófögur orð falla um Thomas Jefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Kacey Jordan.Kom öllum á óvart Charlie leysti Michael J. Fox af hólmi í sjónvarpsþáttunum Spin City árið 2000 vegna veikinda Michaels. Áhorfendur héldu að Charlie myndi ekki standa sig en hann sló í gegn og var tilnefndur til tvennra ALMA-verðlauna og vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun.Ég er kvæntur – djók! Leikarinn dvaldi hér á landi síðustu helgi með kærustu sinni, Brett Rossi. Hann setti mynd af parinu á Twitter og skrifaði undir að þau hefðu gift sig á landinu. Nokkrum dögum síðar sagði blaðafulltrúi hans að það væri bara grín og að leikarinn hafi gert þetta til að pirra fyrrverandi eiginkonu sína, Denise Richards.Á Íslandi með kærustunni sinni. Golden Globes Tengdar fréttir Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen heimsótti landið nýverið. Hann er einn umdeildasti leikari í heimi og ákvað Vísir að líta yfir nokkrar af eftirminnilegustu stundum hans – bæði góðar og slæmar. Drukkinn á setti Charlie var afar stressaður þegar hann lék á móti Michael Douglas í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Hann leitaði þá í áfengi til að peppa sig upp. „Ég byrjaði að drekka öllum stundum. Myndin var tekin í New York þannig að ég var á börunum til þrjú eða fjögur á nóttunni og reyndi síðan að mæta klukkan sex á sett og leika á móti Michael Douglas,“ lét leikarinn hafa eftir sér í viðtali.Skaut unnustuna Charlie trúlofaðist leikkonunni Kelly Preston árið 1990 en innan nokkurra mánaða endaði hún á sjúkrahúsi þar sem Charlie hafði óvart skotið hana í handlegginn. Charlie heldur því fram að Kelly hafi verið að færa til fötin hans og að skot úr byssu sem hann geymdi í buxnavasa sínum hafi hlaupið úr henni.Setti fatalínu á markað Leikarinn setti fatalínuna Sheen Kidz á markað árið 2005 og sótti innblástur í dætur sínar tvær. Slagorðið er Von, Ást, Draumar og einbeitti Charlie sér að íþróttafötum fyrir börn. Óljóst er hve virkt fyrirtækið er núna en vörur fyrir 15,5 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna, seldust á fyrsta starfsárinu.Charlie og Kelly.Sálin á tíu milljónir Charlie lét einu sinni hafa það eftir sér að hann myndi skrifa endurminningar sínar og opna sig upp á gátt en hann vildi tíu milljónir dollara fyrir að skrifa hana, rúman milljarð króna.Hæstlaunaði leikarinn Ærslabelgurinn landaði hlutverki Charlies Harper í CBS-gamanþættinum Two and a Half Men árið 2003 en karakter hans var að hluta til byggður á leikaranum. Hann hlaut ALMA-verðlaunin, þrjár Emmy-tilnefningar og tvær Golden Globe-tilnefningar fyrir hlutverk sitt. Auk þess varð hann hæst launaði leikarinn í sjónvarpi í Bandaríkjunum og fékk borgaðar 1,8 milljónir dollara, tæplega 210 milljónir króna, fyrir hvern þátt.Two and a Half Men.Rekinn! Charlie var rekinn úr Two and a Half Men í mars árið 2011. Hann talaði í kjölfarið opinberlega mjög illa um Chuck Lorre og kallaði hann meðal annars trúð og maðk. Leikarinn stefndi síðan Warner Bros og Chuck Lorre og krafðist hundrað milljóna dala í bætur. Í september sama ár náðust samningar milli allra aðila málsins.Partí með klámmyndastjörnu Charlie borgaði klámmyndastjörnunni Kacey Jordan þrjátíu þúsund dollara, tæplega þrjár og hálfa milljón króna, fyrir að djamma með sér á heimili sínu í Hollywood í janúar árið 2011. Djammaði leikarinn í 36 klukkutíma samfellt og neytti ýmissa fíkniefna að sögn Kacey. Enduðu herlegheitin með því að hann var fluttur á spítala og grátbað fyrrverandi eiginkona hans, Denise Richards, hann um að fara í meðferð.Tapaði sér í beinni Leikarinn missti algjörlega tökin í útvarpsþætti Alex Jones árið 2011 þegar hann talaði um sjálfan sig eins og hann væri Guð, úthúðaði Chuck Lorre, yfirframleiðanda Two and a Half Men, og lét meira að segja ófögur orð falla um Thomas Jefferson, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Kacey Jordan.Kom öllum á óvart Charlie leysti Michael J. Fox af hólmi í sjónvarpsþáttunum Spin City árið 2000 vegna veikinda Michaels. Áhorfendur héldu að Charlie myndi ekki standa sig en hann sló í gegn og var tilnefndur til tvennra ALMA-verðlauna og vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun.Ég er kvæntur – djók! Leikarinn dvaldi hér á landi síðustu helgi með kærustu sinni, Brett Rossi. Hann setti mynd af parinu á Twitter og skrifaði undir að þau hefðu gift sig á landinu. Nokkrum dögum síðar sagði blaðafulltrúi hans að það væri bara grín og að leikarinn hafi gert þetta til að pirra fyrrverandi eiginkonu sína, Denise Richards.Á Íslandi með kærustunni sinni.
Golden Globes Tengdar fréttir Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Skemmtilegar staðreyndir um Charlie Sheen Íslandsvinurinn Charlie Sheen hefur marga fjöruna sopið. 8. janúar 2014 12:00