Hulda Fríða útskrifaðist sem fatahönnuður úr Margrete-Skolen í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og frumsýndi fatalínuna sína, Ocean Bugeisha, á Copenhagen Fashion Week í kjölfarið. Stuttu síðar stofnaði hún eigið merki sem heitir Frida og tekur nú þátt í norrænni fatahönnunarkeppni, Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014.
Keppnin er haldin á vegum danska tískutímaritsins Elle og hönnunarteymisins Muuse.com. Fimm aðrir íslenskir fatahönnuðir taka þátt en það eru þau Björg Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sturludóttir, Magnea Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og Tanja Levý Guðmundsdóttir. Yfir hundrað hönnuðir taka þátt í keppninni að þessu sinni svo það er mikill heiður að hafa verið boðið að taka þátt.
Hægt að skoða alla keppendurna hér.

Hulda Fríða segist hafa verið undir japönskum áhrifum þegar hún vann að fatalínunni sinni, Ocean Bugeisha. „Innblásturinn var sambland af hlutum úr hafinu og bardaga-geishu sem barðist með samurai-mönnunum forðum daga. Línan er því undir japönskum áhrifum í sambland við mjúkar línur úr hafinu en ég reyndi að finna jafnvægi á milli þessara andstæðna og fann sameiginlega hluti í þessu mjúka og harða.“
Hægt er að kjósa Huldu Fríðu hér.