Calvin Klein verður meðal fyrirlesara HönnunarMars Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 08:30 Mynd/Steven Klein Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara. HönnunarMars Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara.
HönnunarMars Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira