Íslensk tónlist vekur mikla lukku Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. janúar 2014 08:30 Arnar Eggert Thoroddsen er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni. fréttablaðið/valli „Við stöndum vel að vígi og tónlistarsenan er góð á Íslandi. Það eru ákveðnar pælingar í gangi hér á landi, við erum rík af góðri tónlist,“ segir tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni sem velur þær plötur sem komast í úrtak til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize, verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. „By:Larm tónlistarhátíðin er nokkurs konar norsk Airwaves-hátíð og þar spila margar þeirra sveita sem tilnefndar eru til verðlaunanna.“ Ferli þeirra platna sem komast í úrslit er langt og strangt. „Fyrst er búinn til íslenskur 25 platna listi og svo er sá listi borinn undir tæplega hundrað manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Hlutverk þeirra var að velja áfram tíu plötur,“ útskýrir Arnar Eggert. Allar plötur sem koma út á Íslandi á árinu eiga möguleika á að komast í pottinn. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum fimmtíu plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum. Jónsi sigraði verðlaunin þegar Norrænu tónlistarverðlaunin voru haldin árið 2010. „Þessi verðlaun eru mjög sniðug til að koma norrænni tónlist á framfæri erlendis,“ bætir Arnar Eggert við.Íslensku plöturnar tíu sem tilnefndar eru:Emilíana Torrini – TookahGrísalappalísa – AliHjaltalín – Enter 4Mammút – Komdu til mín svarta systirmúm – SmilewoundOjba Rasta – FriðurSamaris – SamarisSigur Rós – KveikurSin Fang – FlowersTilbury – Northern Comfort Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við stöndum vel að vígi og tónlistarsenan er góð á Íslandi. Það eru ákveðnar pælingar í gangi hér á landi, við erum rík af góðri tónlist,“ segir tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen en hann er fulltrúi Íslands í samnorrænu dómnefndinni sem velur þær plötur sem komast í úrtak til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Norrænu tónlistarverðlaunin eða Nordic Music Prize, verða veitt í fjórða sinn í febrúar í Ósló, samhliða by:Larm tónlistarhátíðinni. „By:Larm tónlistarhátíðin er nokkurs konar norsk Airwaves-hátíð og þar spila margar þeirra sveita sem tilnefndar eru til verðlaunanna.“ Ferli þeirra platna sem komast í úrslit er langt og strangt. „Fyrst er búinn til íslenskur 25 platna listi og svo er sá listi borinn undir tæplega hundrað manns sem tengjast hinum íslenska tónlistarbransa með margvíslegum hætti. Hlutverk þeirra var að velja áfram tíu plötur,“ útskýrir Arnar Eggert. Allar plötur sem koma út á Íslandi á árinu eiga möguleika á að komast í pottinn. Samnorræn dómnefnd setur svo saman tólf platna heildarlista upp úr þessum fimmtíu plötum sem verður kynntur síðar í mánuðinum. Alþjóðleg dómnefnd sér svo um að velja lokasigurvegarann af tólf platna listanum. Jónsi sigraði verðlaunin þegar Norrænu tónlistarverðlaunin voru haldin árið 2010. „Þessi verðlaun eru mjög sniðug til að koma norrænni tónlist á framfæri erlendis,“ bætir Arnar Eggert við.Íslensku plöturnar tíu sem tilnefndar eru:Emilíana Torrini – TookahGrísalappalísa – AliHjaltalín – Enter 4Mammút – Komdu til mín svarta systirmúm – SmilewoundOjba Rasta – FriðurSamaris – SamarisSigur Rós – KveikurSin Fang – FlowersTilbury – Northern Comfort
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira