Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Kópavogsbær telur að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi dánarbú Kristjáns Hjaltested Vatnsendaland. Landið er afar verðmætt byggingarland fyrir Kópavog. Fréttablaðið/Valli „Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni. Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni.
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira