Fagna loksins marg- verðlaunaðri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin Mammút fagnar útgáfu plötunnar Komdu til mín svarta systir undir lok mánaðarins. mynd/Ronja Mogensen „Stundum seinkar hlutunum bara svona hjá okkur en okkur langaði að hafa tónleikana í Gamla Bíói og þessi dagsetning hentaði best,“ segir Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammúts. Sveitin fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, Komdu til mín svarta systir, í Gamla Bíói hinn 30. janúar næstkomandi. Platan hefur verið áberandi á árslistum og var meðal annars kosin besta plata ársins 2013 að mati Fréttablaðsins, Fréttatímans og Rásar 2 ásamt því að vera valin ein af sjö verðlaunaplötum Kraums tónlistarsjóðs. „Þetta kom á óvart, við vissum ekki að þetta myndi fara alveg í þessa átt, maður veit aldrei hvað gerist þegar maður gefur út nýja plötu,“ segir Katrína. Þá hlýtur platan sjö tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrir lagahöfund ársins, lag ársins, tónlistarflytjanda ársins, textahöfund ársins, söngkonu ársins og hljómplötu ársins. Platan var tekin upp á Kóngsbakka á Snæfellsnesi og þar sá Axel Flex Árnason um upptökustjórnun. Hún var svo hljóðblönduð og kláruð í Orgelsmiðjunni þar sem Magnús Öder sá um upptökustjórn. Skömmu áður en platan kom út fékk sveitin gullplötu fyrir plötuna Karkari en hún kom út fyrir um fimm árum. Hljómsveitin Mammút er stofnuð í Þróttheimum árið 2003 og hefur jafnt og þétt stimplað sig inn sem ein af fremstu rokksveitum þjóðarinnar og hefur skapað sér sinn hljóm og stíl. „Hljómurinn okkar verður einhvern veginn til þegar hljómsveitin er svona mikið saman og spilar mikið saman. Maður heyrir kannski ekki sinn eigin hljóm en við höfum náð að mynda einhvern karakter úr okkar hljómi,“ útskýrir Katrína. Æfir hljómsveitin mikið að jafnaði? „Við tökum svona æfingatarnir, þar sem við æfum rosalega mikið. Þetta kemur í skömmtum, stundum æfum við mjög stíft eins og þegar við erum að æfa fyrir plötu og eitthvert prógramm en svo koma tímar þar sem við erum bara að spila og einbeita okkur að öðru en að æfa.“ Hljómsveitin semur tónlistina saman og á hver meðlimur alltaf eitthvað í laginu. „Yfirleitt kemur einhver einn með grunn að lagi og við sníðum hann svo til saman.“ Sveitin leggur mikið í útgáfutónleikana. „Við ætlum allavega að hlúa vel að þessum tónleikum,“ segir Katrína og bætir við að sveitin stefni á fleiri tónleika í kjölfarið. Hljómsveitin æfir nú stíft fyrir tónleikana sem fram fara í Gamla Bíói 30. janúar. Katrína bætir við að sveitin ætli að spila lög af öllum plötunum en jafnframt að taka alla nýjustu plötuna í heild sinni. Miðasala er hafin á midi.is og kostar 2.900 krónur inn. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Stundum seinkar hlutunum bara svona hjá okkur en okkur langaði að hafa tónleikana í Gamla Bíói og þessi dagsetning hentaði best,“ segir Katrína Mogensen, söngkona hljómsveitarinnar Mammúts. Sveitin fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, Komdu til mín svarta systir, í Gamla Bíói hinn 30. janúar næstkomandi. Platan hefur verið áberandi á árslistum og var meðal annars kosin besta plata ársins 2013 að mati Fréttablaðsins, Fréttatímans og Rásar 2 ásamt því að vera valin ein af sjö verðlaunaplötum Kraums tónlistarsjóðs. „Þetta kom á óvart, við vissum ekki að þetta myndi fara alveg í þessa átt, maður veit aldrei hvað gerist þegar maður gefur út nýja plötu,“ segir Katrína. Þá hlýtur platan sjö tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrir lagahöfund ársins, lag ársins, tónlistarflytjanda ársins, textahöfund ársins, söngkonu ársins og hljómplötu ársins. Platan var tekin upp á Kóngsbakka á Snæfellsnesi og þar sá Axel Flex Árnason um upptökustjórnun. Hún var svo hljóðblönduð og kláruð í Orgelsmiðjunni þar sem Magnús Öder sá um upptökustjórn. Skömmu áður en platan kom út fékk sveitin gullplötu fyrir plötuna Karkari en hún kom út fyrir um fimm árum. Hljómsveitin Mammút er stofnuð í Þróttheimum árið 2003 og hefur jafnt og þétt stimplað sig inn sem ein af fremstu rokksveitum þjóðarinnar og hefur skapað sér sinn hljóm og stíl. „Hljómurinn okkar verður einhvern veginn til þegar hljómsveitin er svona mikið saman og spilar mikið saman. Maður heyrir kannski ekki sinn eigin hljóm en við höfum náð að mynda einhvern karakter úr okkar hljómi,“ útskýrir Katrína. Æfir hljómsveitin mikið að jafnaði? „Við tökum svona æfingatarnir, þar sem við æfum rosalega mikið. Þetta kemur í skömmtum, stundum æfum við mjög stíft eins og þegar við erum að æfa fyrir plötu og eitthvert prógramm en svo koma tímar þar sem við erum bara að spila og einbeita okkur að öðru en að æfa.“ Hljómsveitin semur tónlistina saman og á hver meðlimur alltaf eitthvað í laginu. „Yfirleitt kemur einhver einn með grunn að lagi og við sníðum hann svo til saman.“ Sveitin leggur mikið í útgáfutónleikana. „Við ætlum allavega að hlúa vel að þessum tónleikum,“ segir Katrína og bætir við að sveitin stefni á fleiri tónleika í kjölfarið. Hljómsveitin æfir nú stíft fyrir tónleikana sem fram fara í Gamla Bíói 30. janúar. Katrína bætir við að sveitin ætli að spila lög af öllum plötunum en jafnframt að taka alla nýjustu plötuna í heild sinni. Miðasala er hafin á midi.is og kostar 2.900 krónur inn.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira