Vantar liðsauka fyrir HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. janúar 2014 10:00 Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, óskar eftir sjálfboðaliðum. mynd/gva Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014. HönnunarMars Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Okkur vantar liðsauka fram að HönnunarMars. Það er allt að fara á fullt,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, sem stendur fyrir hátíðinni HönnunarMars en undirbúningur hátíðarinnar er þegar hafinn. HönnunarMars verður haldinn í sjötta sinn, dagana 27. til 30. mars og sýnir þverskurð þess sem er að gerast í íslenskum hönnunarheimi. Hátíðin hefur fest sig rækilega í sessi en um þrjátíu þúsund manns sóttu viðburði og sýningar á HönnunarMars í fyrra, samkvæmt könnun Capacent, eða um tíu prósent þjóðarinnar. Þar að auki sækja erlendir fjölmiðlar hátíðina heim og hafa umfjallanir um íslenska hönnuði og HönnunarMars birst í víðlesnum tímaritum og vefmiðlum, svo sem Dwell Magazine, Frame, Form og Coolhunting.com. „Við erum einmitt þegar farin að senda erlendum fjölmiðlum sýnishorn af því sem verður í boði þetta árið og skráning viðburða er hafin. Síðustu ár hafa dagskráratriði HönnunarMars verið í kringum hundrað talsins og af ýmsum toga. Fyrirlestrar, sýningar, viðburðir og opin hús og fleira,“ segir Ástríður. Það er því í mörg horn að líta. „Verkefni sjálfboðaliðanna verða margvísleg. Til dæmis myndvinnsla, texta- og gagnavinnsla fyrir heimasíðu, app og dagskrárbækling. Þetta er mjög skemmtilegt starf sem stigmagnast þegar nær dregur og andinn hér í Hönnunarmiðstöð er sérlega góður,“ útskýrir Ástríður og segir sjálfboðaliðastarfið jafnframt dýrmæta reynslu. „Oft eru þetta íslenskir hönnuðir nýkomnir heim eftir nám erlendis en þetta er góð leið til að kynnast hönnunarsamfélaginu á Íslandi og mynda tengsl. Sjálfboðaliðar hafa einnig oft ílengst og aftur og aftur verið að hóa í þá í önnur verkefni. Tveir af starfsmönnum Hönnunarmiðstöðvar byrjuðu einmitt sem sjálfboðaliðar á HönnunarMars svo þetta getur falið í sér ýmis tækifæri.“ Á vefsíðu Hönnunarmars má fylgjast með viðburðum HönnunarMars 2014.
HönnunarMars Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira