Heiðursgestur á Eurosonic-hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 10:30 Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri Útóns. fréttablaðið/arnþór „Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“ Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning