Spila íslenska kvikmyndatónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2014 07:45 Lúðrasveit Þorlákshafnar ætlar að leika kvikmyndatónlist í Hörpu í febrúar. mynd/ágústa ragnarsdóttir og davíð þór guðlaugsson „Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira