Aukatónleikar til heiðurs Genesis Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. janúar 2014 23:45 Genesis-hópurinn er skipaður fagfólki og kemur fram á tvennum tónleikum í Salnum í Kópavogi. mynd/aron berndesn Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum til heiðurs Genesis. Gensesis-hópurinn ætlar að flytja valin lög af Genesis-plötunni The Lamb Lies Down on Broadway. Platan var sjötta hljómplata hljómsveitarinnar Genesis og kom út árið 1974. Hún var jafnframt sú síðasta sem Peter Gabriel tók þátt í. Hljómplatan vakti mikla athygli og þá ekki síður tónleikaferðin sem fylgdi í kjölfarið. Flestir Genesis-aðdáendur þekkja væntanlega lög eins og Firth of Fifth, Lamia, Counting Out Time, Dancing with the Moonlit Knight og fleiri. Einnig verður flutt úrval af eldri og yngri lögum hljómsveitarinnar. Genesis-hópinn skipa: Arnar Sebastian Gunnarsson, söngur, Árni Steingrímsson, gítar, Bjarni Þór, söngur, Björn Erlingsson, bassi, Don Eddy, þverflauta, saxófónn, gítar og hljómborð, Jósep Gíslason, píanó og hljómborð, Nathalie Eva Gunnarsdóttir, söngur, og Sigurður Guðni Karlsson, trommur og slagverk. Aukatónleikarnir fara fram 8. febrúar en uppselt er á fyrri tónleikana sem eru 1. febrúar. Miðasala er hafin á midi.is. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum til heiðurs Genesis. Gensesis-hópurinn ætlar að flytja valin lög af Genesis-plötunni The Lamb Lies Down on Broadway. Platan var sjötta hljómplata hljómsveitarinnar Genesis og kom út árið 1974. Hún var jafnframt sú síðasta sem Peter Gabriel tók þátt í. Hljómplatan vakti mikla athygli og þá ekki síður tónleikaferðin sem fylgdi í kjölfarið. Flestir Genesis-aðdáendur þekkja væntanlega lög eins og Firth of Fifth, Lamia, Counting Out Time, Dancing with the Moonlit Knight og fleiri. Einnig verður flutt úrval af eldri og yngri lögum hljómsveitarinnar. Genesis-hópinn skipa: Arnar Sebastian Gunnarsson, söngur, Árni Steingrímsson, gítar, Bjarni Þór, söngur, Björn Erlingsson, bassi, Don Eddy, þverflauta, saxófónn, gítar og hljómborð, Jósep Gíslason, píanó og hljómborð, Nathalie Eva Gunnarsdóttir, söngur, og Sigurður Guðni Karlsson, trommur og slagverk. Aukatónleikarnir fara fram 8. febrúar en uppselt er á fyrri tónleikana sem eru 1. febrúar. Miðasala er hafin á midi.is.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira