Ein af þeim fyrstu sem hún kynnist þar er hjúkrunarkonan Abby Russell sem við fyrstu kynni verkar hlýleg, hvetjandi og hjálpsöm með afbrigðum. Dag einn eftir vinnu býður Abby Danni að koma með sér á skemmtistað að skvetta dálítið úr klaufunum. Danni þiggur boðið en áður en kvöldið er úti byrlar Abby henni sljóvgunarlyf og fær hana síðan til að koma með sér heim. Þar vaknar Danni ringluð daginn eftir og áttar sig á því að Abby hefur misnotað hana og traust hennar. Þar með er hafinn leikur kattarins að músinni því um leið og Danni reynir að segja frá því sem gerðist kemur í ljós að Abby hefur miklu meira á samviskunni.
Hún er í raun blóðþyrstur morðingi sem um langt skeið hefur stundað þann leik að laða að sér ótrúa eiginmenn og myrða þá þegar leikurinn stendur sem hæst. Í aðalhlutverkum eru Katrina Bowden, Judd Nelson og Paz de la Huerta.