Þetta er iðnaður ekki bara menningarviðburður Marín Manda skrifar 7. febrúar 2014 10:45 Þórey Eva Einarsdóttir Þórey Eva Einarsdóttir sinnir krefjandi starfi sem framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival og hefur undanfarin ár unnið af kappi við að kynna íslenska hönnun bæði hér og erlendis. Hún telur mikilvægt að skapandi greinar fái meiri meðbyr og í samtali við Lífið ræðir hún um tískubransann, móðurhlutverkið og föðurmissinn sem að breytti lífi hennar. Ævintýraþráin hefur alltaf verið til staðar hjá Þóreyju Evu en hún hefur meðal annars búið í Danmörku, á Spáni, á Bretlandi og sjö ár í Bandaríkjunum. Aðeins tvítug byrjaði hún að ferðast með fjölleikahópnum Stomp um Skandinavíu og Eystrasaltslöndin og starfaði sem „tour manager“. Þá segist hún hafa uppgötvað kröftugan mátt tengslanetsins. Hún fór að starfa fyrir fyrirtækið Leikhúsmógúl við uppsetningu á Hellisbúanum í Suður- og Mið-Ameríku og Asíu og eftir 12 ára búsetu erlendis var kominn tími til að snúa heim. Nýtt tækifæri beið handan við hornið og nú þremur árum síðar sinnir hún draumastarfinu og er orðin móðir.Þú starfar sem framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival. Hvernig kom það til? „Það voru þau Ásta Kristjánsdóttir, Birna Karen Einarsdóttir,Rúnar Ómarsson, og Sigyn Eiríksdóttir, eigendur eigin fatamerkja sem stofnuðu þessa hátíð en Birna er stóra systir mín. Fyrst var mér boðið að koma sem gestur á hátíðina en áður en ég vissi af var ég farin aðstoða við að klæða fyrirsæturnar og hjálpa til. Ellen Loftsdóttir stílisti, sem hefur sinnt starfi listræns stjórnanda RFF, stakk upp á mér til þess að koma að framleiðslunni að næstu hátíð og Ásta Kristjánsdóttir plataði mig svo í verkefnið. Ég sló til og sá þá um að skipuleggja framleiðsluna á sýningunum. Í kjölfarið var mér boðið að taka verkefnið að mér og þetta er þriðja hátíðin sem ég stýri. Ég er búin að vera með frá upphafi og upplifði alla vaxtarverkina sem því fylgdi. Ellen Loftsdóttir hefur verið sterk rödd í tískubransanum og hefur lagt töluvert til málanna. Við erum í rauninni að vinna inni í þessum ramma sem hún ásamt öðrum smíðaði utan um RFF. Það væri gaman að geta starfað meira með henni í framtíðinni.“Hvernig myndir þú lýsa starfi þínu í stuttu máli? „Mitt hlutverk hjá RFF er að ná saman rétta fólkinu sem hentar hverju sinni. Þegar öllu er tjaldað til eru u.þ.b 180 manns sem koma að hverri hátíð. Að ónefndri fjáröfluninni en vil ég nota tækifærið og þakka styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en án þeirra myndi hátíðin ekki verða að veruleika. Þá er einna helst að nefna mikilvægi Icelandair sem býr til þann vettvang að hátíðin sé alþjóðleg. Þetta er fyrst og fremst samvinna. Þetta er gríðarlega krefjandi umhverfi en skemmtilegt því maður er að vinna með skapandi fólki sem framkvæmir hlutina. Guðný Kjartansdóttir verkefnastjóri hefur verið að vinna með mér að allri skipulagningu og var ansi dugleg á meðan ég var í barneignarleyfi.”Þórey Eva ásamt Guðnýju Kjartansdóttur verkefnastjóra RFF.Færri komast að en vilja Hver er áhersla RFF og hvaða hönnuðir komast að? „Misskilningurinn er sá að þetta sé menningarverkefni. Þetta er bæði uppskeruhátíð fataiðnaðarins,sem er vaxandi iðnaður og borgarhátíð sem innlendir gestir og erlendir ferðamenn sækja. Það hafa verið háværar raddir sem tala um mikilvægi skapandi greina og hefur Halla Helgadóttir, forstöðumaður Hönnunarmiðstöðvar, m.a.verið að gera því greinargóð skil sem snýr að hönnun. RFF er í stöðugri þróun en tískufataiðnaðurinn er ungur á Íslandi. Það er lögð áhersla á að þetta sé vettvangur fyrir hönnuði til að stilla saman strengi og búa til tengslanet bæði hérlendis og erlendis til að kynna og sýna sína vöru. Það hafa orðið áherslubreytingar undanfarið í kjölfarið á samstarfi við Atelier kontrast, sem er þýskt hönnunarteymi. Við þurfum að fara vel ofan í kostnaðarhliðina og taka ákvarðanir út frá því þar sem við höfum mjög takmarkað fjármagn. Reykjavík Fashion Festival er haldin samhliða Hönnunarmars svo að okkar erlendu gestir og ferðamenn geti upplifað meira í Reykjavík á sama tíma. Stefnan er að vera með RFF tvisvar sinnum á ári og styrkja dagskrána enn frekar.“Hvaða hönnuðir sýna svo á RFF í ár? „Það komust færri að en vildu en alls sóttu 19 hönnuðir um að taka þátt. Sérstakt fagráð í tískugeiranum sá um að velja inn hönnuði. Þeir sem sýna að þessu sinni eru Guðmundur Jörundsson með sitt eigið merki, Jör, Ella, með Elínrós Líndal í fararbroddi. Bergþóra Guðnadóttir með Farmers Market. Svo eru það Ziska undir stjórn Hörpu Einarsdóttur og Rey, sem Rebekka Jónsdóttir á heiðurinn að. Útivistarmerkið Cintamani Magnea og Sigga Maija sem er ný og fersk í bransanum.“ Hvernig verða sýningar Reykjavík Fashion Festival? „Við vinnum aftur með þýska hönnunarteyminu sem sá um sýningarhönnun í fyrra. Þau eru með víðtæka reynslu og vinna náið með hverjum hönnuði fyrir sig. Þetta er ákveðið ferli og ekki má gleyma mikilvægu hlutverki förðunar- og hárteymis, módela og tónlistar. Það þarf ansi margt að koma saman svo úr verði flott sýning. Sýningarnar verða svo á dagskrá yfir daginn í Hörpu en hægt er að kaupa sig inn á stakar sýningar. Það er þó takmarkað magn af miðum í boði. Ella á Reykjavík Fashion Festival.Nauðsynlegt að byggja upp markaðinn á ÍslandiMyndir þú segja að það séu mikil tækifæri fyrir íslenskan tískuiðnað á alþjóðlegum markaði? „Já, ég myndi telja að það séu frekari sóknarfæri á erlendum mörkuðum í framtíðinni.Hins vegar þarf gríðarlega þekkingu og mikið fjármagn til að fara inn á nýja markaði þar sem samkeppnin er yfirleitt mikil. Hérna skiptir líka sköpum stuðningur stjórnvalda við iðnaðinn. Sama hvaða vöru þú ert með. Tískubransinn er svo margþættur og það eru ekki bara blöðin sem selja tískuhugmyndirnar heldur eru „trendforecasters“ í efnaframleiðslu sem segja til um tískuna sem verður eftir tvö ár. Það er því ekki nóg að útskrifast úr LHÍ og opna fína búð því viðskiptaáætlunin er mikilvæg og tíska er bara samkomulag. Ef þú tekur íslenska hönnun sem er samkeppnishæf gæðalega séð þýðir það samt ekki að auðvelt sé að kynna sig á alþjóðlegum markaði því þú þarft gríðarlegt fjármagn til að búa til sterkt vörumerki. Tala nú ekki um að stundum ertu í tísku og stundum ekki. Að mér vitandi hefur engu af merkjunum hér heima enn tekist að ná almennilegri fótfestu erlendis í stóra samhenginu nema Nikita, sem er snjóbrettafatnaður. Hvað varðar tískumerkin þá skilst mér að Ostwald Helgason, Steinunn og KronKron hafi verið að að gera áhugaverða hluti. Það eru líka sterk vörumerki að gera góða hluti sem er ekki að taka þátt í RFF.”Guðmundur Jör sýnir einnig á RFF. Hér er hans hönnun.Átt þú þér einhvern uppáhaldshönnuð? „Það eru til svo margir flottir hönnuðir, Alexander McQueen, Prada, Ralph Lauren ,Marc Jacobs og Stella McCartney en ég er ekki að kaupa mér föt frá þeim akkúrat núna. Birna systir mín er ferlega flottur hönnuður og ég nýt góðs af því. Hún hefur alltaf verið mér innan handar þegar kemur að því að kaupa föt. Mér finnst margir af íslensku hönnuðunum vera að gera virkilega góða hluti. Japanska fyrirtækið Uniglo hannar einnig heattech klassískar vörur sem eru á fínu verði sem ég er hrifin af.“ Hún gerir mig að betri manneskjuNú varðst þú móðir fyrir rétt hálfu ári. Hvernig er móðurhlutverkið og hvernig var að skella sér út á vinnumarkaðinn aftur? „Það er náttúrulega dásamlegt að verða móðir. Það er mjög krefjandi að fara að vinna aftur og auðvitað vildi ég að það væru fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Pabbi minn varð bráðkvaddur þegar ég var 14 ára. Þá fór maður að hugsa um hvað raunverulega skiptir máli í lífinu. Mér fannst lífið oft geta verið grimmt og var ekki viss um að ég vildi velja þá braut að eignast mína eigin fjölskyldu. Ég kynntist því á ferðalögum mínum að það eru margar leiðir til þess að lifa lífinu og mér fannst alveg koma til greina að fara ekki í þennan fjölskyldupakka. Ég hafði upplifað að fótunum var kippt undan mér svo ungri og það er án efa þess vegna sem ég eignast mitt fyrsta barn svona seint. Í dag hefur hún forgang í mínu lífi og áherslurnar hafa breyst. Hjartað í mér stækkaði og ég varð í rauninni betri manneskja fyrir vikið. Ég hef meiri skilning á annarra þörfum og þó ég hafi alltaf haldið að ég væri þannig þá kom þetta litla kríli og gerði mig að betri manneskju. Það sama á við um manninn minn, þegar ég hitti hann skildi ég loksins hvað fólk hafði verið að tala um. Ástin á ekki alltaf að vera erfið og hann er eiginlega of geðgóður og hlær að mér. Ég er ótrúlega heppin að hafa hitt þennan mann.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Ég er hamingjusöm og sátt núna svo ég ætla að halda áfram að rækta það enn frekar. Vera heilsuhraust, eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Ég er til í að hafa jafnvægi og velgengni í vinnu og einkalífi. Ég vil koma að skapandi verkefnum með þenkjandi fólki því að ég þrífst svo vel í kringum þannig orku. Eftir að ég varð mamma þakka ég fyrir heilsuna mína og hennar og ég veit að það sem skiptir máli eru einföldu hlutirnir.“ HönnunarMars RFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þórey Eva Einarsdóttir sinnir krefjandi starfi sem framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival og hefur undanfarin ár unnið af kappi við að kynna íslenska hönnun bæði hér og erlendis. Hún telur mikilvægt að skapandi greinar fái meiri meðbyr og í samtali við Lífið ræðir hún um tískubransann, móðurhlutverkið og föðurmissinn sem að breytti lífi hennar. Ævintýraþráin hefur alltaf verið til staðar hjá Þóreyju Evu en hún hefur meðal annars búið í Danmörku, á Spáni, á Bretlandi og sjö ár í Bandaríkjunum. Aðeins tvítug byrjaði hún að ferðast með fjölleikahópnum Stomp um Skandinavíu og Eystrasaltslöndin og starfaði sem „tour manager“. Þá segist hún hafa uppgötvað kröftugan mátt tengslanetsins. Hún fór að starfa fyrir fyrirtækið Leikhúsmógúl við uppsetningu á Hellisbúanum í Suður- og Mið-Ameríku og Asíu og eftir 12 ára búsetu erlendis var kominn tími til að snúa heim. Nýtt tækifæri beið handan við hornið og nú þremur árum síðar sinnir hún draumastarfinu og er orðin móðir.Þú starfar sem framkvæmdastýra Reykjavík Fashion Festival. Hvernig kom það til? „Það voru þau Ásta Kristjánsdóttir, Birna Karen Einarsdóttir,Rúnar Ómarsson, og Sigyn Eiríksdóttir, eigendur eigin fatamerkja sem stofnuðu þessa hátíð en Birna er stóra systir mín. Fyrst var mér boðið að koma sem gestur á hátíðina en áður en ég vissi af var ég farin aðstoða við að klæða fyrirsæturnar og hjálpa til. Ellen Loftsdóttir stílisti, sem hefur sinnt starfi listræns stjórnanda RFF, stakk upp á mér til þess að koma að framleiðslunni að næstu hátíð og Ásta Kristjánsdóttir plataði mig svo í verkefnið. Ég sló til og sá þá um að skipuleggja framleiðsluna á sýningunum. Í kjölfarið var mér boðið að taka verkefnið að mér og þetta er þriðja hátíðin sem ég stýri. Ég er búin að vera með frá upphafi og upplifði alla vaxtarverkina sem því fylgdi. Ellen Loftsdóttir hefur verið sterk rödd í tískubransanum og hefur lagt töluvert til málanna. Við erum í rauninni að vinna inni í þessum ramma sem hún ásamt öðrum smíðaði utan um RFF. Það væri gaman að geta starfað meira með henni í framtíðinni.“Hvernig myndir þú lýsa starfi þínu í stuttu máli? „Mitt hlutverk hjá RFF er að ná saman rétta fólkinu sem hentar hverju sinni. Þegar öllu er tjaldað til eru u.þ.b 180 manns sem koma að hverri hátíð. Að ónefndri fjáröfluninni en vil ég nota tækifærið og þakka styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en án þeirra myndi hátíðin ekki verða að veruleika. Þá er einna helst að nefna mikilvægi Icelandair sem býr til þann vettvang að hátíðin sé alþjóðleg. Þetta er fyrst og fremst samvinna. Þetta er gríðarlega krefjandi umhverfi en skemmtilegt því maður er að vinna með skapandi fólki sem framkvæmir hlutina. Guðný Kjartansdóttir verkefnastjóri hefur verið að vinna með mér að allri skipulagningu og var ansi dugleg á meðan ég var í barneignarleyfi.”Þórey Eva ásamt Guðnýju Kjartansdóttur verkefnastjóra RFF.Færri komast að en vilja Hver er áhersla RFF og hvaða hönnuðir komast að? „Misskilningurinn er sá að þetta sé menningarverkefni. Þetta er bæði uppskeruhátíð fataiðnaðarins,sem er vaxandi iðnaður og borgarhátíð sem innlendir gestir og erlendir ferðamenn sækja. Það hafa verið háværar raddir sem tala um mikilvægi skapandi greina og hefur Halla Helgadóttir, forstöðumaður Hönnunarmiðstöðvar, m.a.verið að gera því greinargóð skil sem snýr að hönnun. RFF er í stöðugri þróun en tískufataiðnaðurinn er ungur á Íslandi. Það er lögð áhersla á að þetta sé vettvangur fyrir hönnuði til að stilla saman strengi og búa til tengslanet bæði hérlendis og erlendis til að kynna og sýna sína vöru. Það hafa orðið áherslubreytingar undanfarið í kjölfarið á samstarfi við Atelier kontrast, sem er þýskt hönnunarteymi. Við þurfum að fara vel ofan í kostnaðarhliðina og taka ákvarðanir út frá því þar sem við höfum mjög takmarkað fjármagn. Reykjavík Fashion Festival er haldin samhliða Hönnunarmars svo að okkar erlendu gestir og ferðamenn geti upplifað meira í Reykjavík á sama tíma. Stefnan er að vera með RFF tvisvar sinnum á ári og styrkja dagskrána enn frekar.“Hvaða hönnuðir sýna svo á RFF í ár? „Það komust færri að en vildu en alls sóttu 19 hönnuðir um að taka þátt. Sérstakt fagráð í tískugeiranum sá um að velja inn hönnuði. Þeir sem sýna að þessu sinni eru Guðmundur Jörundsson með sitt eigið merki, Jör, Ella, með Elínrós Líndal í fararbroddi. Bergþóra Guðnadóttir með Farmers Market. Svo eru það Ziska undir stjórn Hörpu Einarsdóttur og Rey, sem Rebekka Jónsdóttir á heiðurinn að. Útivistarmerkið Cintamani Magnea og Sigga Maija sem er ný og fersk í bransanum.“ Hvernig verða sýningar Reykjavík Fashion Festival? „Við vinnum aftur með þýska hönnunarteyminu sem sá um sýningarhönnun í fyrra. Þau eru með víðtæka reynslu og vinna náið með hverjum hönnuði fyrir sig. Þetta er ákveðið ferli og ekki má gleyma mikilvægu hlutverki förðunar- og hárteymis, módela og tónlistar. Það þarf ansi margt að koma saman svo úr verði flott sýning. Sýningarnar verða svo á dagskrá yfir daginn í Hörpu en hægt er að kaupa sig inn á stakar sýningar. Það er þó takmarkað magn af miðum í boði. Ella á Reykjavík Fashion Festival.Nauðsynlegt að byggja upp markaðinn á ÍslandiMyndir þú segja að það séu mikil tækifæri fyrir íslenskan tískuiðnað á alþjóðlegum markaði? „Já, ég myndi telja að það séu frekari sóknarfæri á erlendum mörkuðum í framtíðinni.Hins vegar þarf gríðarlega þekkingu og mikið fjármagn til að fara inn á nýja markaði þar sem samkeppnin er yfirleitt mikil. Hérna skiptir líka sköpum stuðningur stjórnvalda við iðnaðinn. Sama hvaða vöru þú ert með. Tískubransinn er svo margþættur og það eru ekki bara blöðin sem selja tískuhugmyndirnar heldur eru „trendforecasters“ í efnaframleiðslu sem segja til um tískuna sem verður eftir tvö ár. Það er því ekki nóg að útskrifast úr LHÍ og opna fína búð því viðskiptaáætlunin er mikilvæg og tíska er bara samkomulag. Ef þú tekur íslenska hönnun sem er samkeppnishæf gæðalega séð þýðir það samt ekki að auðvelt sé að kynna sig á alþjóðlegum markaði því þú þarft gríðarlegt fjármagn til að búa til sterkt vörumerki. Tala nú ekki um að stundum ertu í tísku og stundum ekki. Að mér vitandi hefur engu af merkjunum hér heima enn tekist að ná almennilegri fótfestu erlendis í stóra samhenginu nema Nikita, sem er snjóbrettafatnaður. Hvað varðar tískumerkin þá skilst mér að Ostwald Helgason, Steinunn og KronKron hafi verið að að gera áhugaverða hluti. Það eru líka sterk vörumerki að gera góða hluti sem er ekki að taka þátt í RFF.”Guðmundur Jör sýnir einnig á RFF. Hér er hans hönnun.Átt þú þér einhvern uppáhaldshönnuð? „Það eru til svo margir flottir hönnuðir, Alexander McQueen, Prada, Ralph Lauren ,Marc Jacobs og Stella McCartney en ég er ekki að kaupa mér föt frá þeim akkúrat núna. Birna systir mín er ferlega flottur hönnuður og ég nýt góðs af því. Hún hefur alltaf verið mér innan handar þegar kemur að því að kaupa föt. Mér finnst margir af íslensku hönnuðunum vera að gera virkilega góða hluti. Japanska fyrirtækið Uniglo hannar einnig heattech klassískar vörur sem eru á fínu verði sem ég er hrifin af.“ Hún gerir mig að betri manneskjuNú varðst þú móðir fyrir rétt hálfu ári. Hvernig er móðurhlutverkið og hvernig var að skella sér út á vinnumarkaðinn aftur? „Það er náttúrulega dásamlegt að verða móðir. Það er mjög krefjandi að fara að vinna aftur og auðvitað vildi ég að það væru fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Pabbi minn varð bráðkvaddur þegar ég var 14 ára. Þá fór maður að hugsa um hvað raunverulega skiptir máli í lífinu. Mér fannst lífið oft geta verið grimmt og var ekki viss um að ég vildi velja þá braut að eignast mína eigin fjölskyldu. Ég kynntist því á ferðalögum mínum að það eru margar leiðir til þess að lifa lífinu og mér fannst alveg koma til greina að fara ekki í þennan fjölskyldupakka. Ég hafði upplifað að fótunum var kippt undan mér svo ungri og það er án efa þess vegna sem ég eignast mitt fyrsta barn svona seint. Í dag hefur hún forgang í mínu lífi og áherslurnar hafa breyst. Hjartað í mér stækkaði og ég varð í rauninni betri manneskja fyrir vikið. Ég hef meiri skilning á annarra þörfum og þó ég hafi alltaf haldið að ég væri þannig þá kom þetta litla kríli og gerði mig að betri manneskju. Það sama á við um manninn minn, þegar ég hitti hann skildi ég loksins hvað fólk hafði verið að tala um. Ástin á ekki alltaf að vera erfið og hann er eiginlega of geðgóður og hlær að mér. Ég er ótrúlega heppin að hafa hitt þennan mann.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Ég er hamingjusöm og sátt núna svo ég ætla að halda áfram að rækta það enn frekar. Vera heilsuhraust, eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Ég er til í að hafa jafnvægi og velgengni í vinnu og einkalífi. Ég vil koma að skapandi verkefnum með þenkjandi fólki því að ég þrífst svo vel í kringum þannig orku. Eftir að ég varð mamma þakka ég fyrir heilsuna mína og hennar og ég veit að það sem skiptir máli eru einföldu hlutirnir.“
HönnunarMars RFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira