Lauk einleikaraprófi á píanó og fiðlu Ugla Egilsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:30 Jane Ade Sutarjo talar reiprennandi íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi verða fiðluleikari eða píanóleikari,“ segir Jane Ade Sutarjo, sem er eini nemandinn sem hefur lokið einleikaraprófi á bæði fiðlu og píanó við Listaháskólann. „Á tímabili, þegar ég var sautján eða átján langaði mig að taka pásu á fiðlunni. Það komu líka tímar þar sem ég snerti ekki píanóið. En ég hætti alltaf við að hætta.“ Jane er frá Djakarta í Indónesíu. „Ég flutti til Íslands árið 2008 til að byrja að læra í Listaháskóla Íslands. Ég kynntist Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum sumarið 2005. Það er eiginlega allt henni að þakka að ég kom hingað. Henni og Gunnari Kvaran. Ég bjó hjá þeim í svolítinn tíma.“ Jane var þriggja og hálfs árs þegar hún byrjaði að læra á píanó. „Síðan byrjaði ég að læra á fiðlu fjögurra ára.“ „Ég segi ekki að það sé auðvelt að læra á tvö hljóðfæri,“ segir Jane. „Í raun er maður alltaf að æfa sig og læra. Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Mjög margir hljóðfæraleikarar æfa sig mjög lengi á hverjum degi, kannski í sex eða sjö tíma á dag. Ég æfði mig ekki svo lengi. Ég æfði hins vegar mjög skipulega, með fókus á eitthvert ákveðið atriði á hverri æfingu. Einn daginn fókuseraði ég kannski meira á fiðluna, og hinn daginn meira á píanóið.“ Jane á íslenskan mann og er ekki á heimleið. „Ég hef ekki komið til Indónesíu síðan ég flutti hingað. Það er alltaf svo mikið að gera, og maður skreppur ekki beint til Indónesíu.“ Jane heldur píanótónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn klukkan 16.00.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira