Kraftmikill kabarett í Þjóðleikhúsinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 24. febrúar 2014 12:00 "Selma Björnsdóttir var stórkostleg sem díva sýningarinnar.“ Mynd/Þjóðleikhúsið Leiklist: Spamalot Stóra svið Þjóðleikhússins Handrit og söngtextar Eric Idle Tónlist Eric Idle og John du Prez Þýðing Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn Hilmir snær Guðnason Tónlistarstjórn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Mér er nokkur vandi á höndum; hvernig á að fjalla um sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Spamalot sem frumsýndur var á föstudagskvöldið var. Sýning sem kynnt er úr smiðju Monty Python. Og rétt að gangast við fordómum. Á löngu tímabili var ég forfallinn Monty Python-aðdáandi og kunni heilu atriði grínhópsins breska utanbókar. Ég sé ekki erindið? Hvað ræður þessu verkefnavali? Fyrir hvern er hún hugsuð? Á móti kemur að undirtektir gesta á frumsýningu voru sérlega góðar en þekkt er að „frumsýningarsalurinn“ reynist oft þungur. Út frá því ber auðvitað að meta þessa sýningu, jafnframt. Monty Python-hópurinn er líkast til þekktasti grínhópur sögunnar og lagði grunn að frægð sinni og áhrifum með sjónvarpsþáttum í BBC sem lauk fyrir 40 árum. Þeir gerðu auk þess eitt og annað, svo sem kvikmyndir, komu fram á sviði, gáfu út plötur með sketsum sínum… en krafturinn sem hópurinn nærðist á var umhverfi hans; stíft hatta-Bretland sem hópurinn dró sundur og saman í absúrdháði. Monty Python er sprottinn úr absúrdismanum. Nú er öldin önnur. Fátt kemur á óvart. Og það vantar báða handleggina og annan fótinn þegar viðnámið; formlegt og stíft samfélagið er ekki til staðar. Absúrdisminn nærist á því að eitthvað komi manni í opna skjöldu og sé þannig afhjúpandi en því er ekki til að dreifa hér og nú, á Íslandi dagsins í dag. Í raun er vonlaust verk að ætla sér einhvern brodd í því og þar með fellur grínið og fyndnin dauð. Miðað við þessar forsendur, sem eru ekki úr vegi því þannig er verkið kynnt, fær Spamalot eina stjörnu. En, þar er óvart bara hálf sagan sögð. Sem sagt, þeir sem mæta í Þjóðleikhúsið til að sjá „Monty Python“ verða fyrir vonbrigðum sem er nokkuð sem segja hefði mátt sér fyrirfram. Sá söngglaðasti þeirra, Eric Idle, tók saman söngleik, að því er virðist til að gera sér mat úr arfleifðinni. Hann byggir að mestu á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail (1975), og inn í er kastað öðrum þekktum atriðum og minnum frá ferli Monty Python; inn í er fléttað einu þekktasta lagi þeirra „Always look at the bright side of live“ sem er úr kvikmyndinni Life of Brian. Þetta er sem sagt samsuða og upprifjun sem byggir á fáránlegum þræði; laustengd atriði og misgóð. Þannig er miklu nær að tala um sýninguna sem kabarett en söngleik. Og þegar maður er kominn á þá niðurstöðu þarf að venda sínu kvæði í kross og jafnvel vitna í Laxness: „Til eru þeir sem koma í leikhús svo dauðdrepnir af dramatúrgiskum lærdómi, að þeir þola ekki sjónleik. Mörgum menntamönnum hættir til að leita í leikritum að einhverju sem alls ekki er þar, og átti alls ekki að vera þar. Fyrir bragðið sjá þeir ekki það sem er þar (ef nokkuð er) – og fara ólukkulegir heim.“ Átti ekki að vera þar? Já, kannski eru þetta undanbrögð nema leikhópurinn fór á kostum og verður að nefna Örn Árnason sem var sérlega traustur sem Artúr konungur. Selma Björnsdóttir var stórkostleg sem díva sýningarinnar, fyndin og söng snilldarlega – salurinn át úr lófa hennar. Og Stefán Karl Stefánsson sem brá sér í allra kvikinda líki; hann nýtti sér til hins ítrasta einstaka hæfileika til að skapa fígúrur sem svínvirka. Fyndnin er vel að merkja nokkuð sem leikararnir drógu uppúr sínu pússi en sóttu ekki til Idle og í því samhengi verður að hrósa Hilmi Snæ Guðnasyni leikstjóra jafnframt. Þorvaldur Bjarni var hljómsveitarstjóri og samspil leikhóps og hljómsveitar var lifandi og kraftmikið; söngur, dans og skemmtan fín. Leikmynd, búningar og ljós voru í prýðilegu samhengi við hallærisskapinn sem í og með var lagt upp með. Kabarettsýningin fær fjórar stjörnur og samanlagt leggur þetta sig, með námundun og öðrum reiknikúnstum, á þrjár stjörnur.Niðurstaða: Ef menn mæta ekki til að leita einhvers sem alls ekki er þar má njóta kraftmikillar kabarettsýningar; söngur, dans og skemmtan fín. Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Spamalot Stóra svið Þjóðleikhússins Handrit og söngtextar Eric Idle Tónlist Eric Idle og John du Prez Þýðing Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn Hilmir snær Guðnason Tónlistarstjórn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Mér er nokkur vandi á höndum; hvernig á að fjalla um sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Spamalot sem frumsýndur var á föstudagskvöldið var. Sýning sem kynnt er úr smiðju Monty Python. Og rétt að gangast við fordómum. Á löngu tímabili var ég forfallinn Monty Python-aðdáandi og kunni heilu atriði grínhópsins breska utanbókar. Ég sé ekki erindið? Hvað ræður þessu verkefnavali? Fyrir hvern er hún hugsuð? Á móti kemur að undirtektir gesta á frumsýningu voru sérlega góðar en þekkt er að „frumsýningarsalurinn“ reynist oft þungur. Út frá því ber auðvitað að meta þessa sýningu, jafnframt. Monty Python-hópurinn er líkast til þekktasti grínhópur sögunnar og lagði grunn að frægð sinni og áhrifum með sjónvarpsþáttum í BBC sem lauk fyrir 40 árum. Þeir gerðu auk þess eitt og annað, svo sem kvikmyndir, komu fram á sviði, gáfu út plötur með sketsum sínum… en krafturinn sem hópurinn nærðist á var umhverfi hans; stíft hatta-Bretland sem hópurinn dró sundur og saman í absúrdháði. Monty Python er sprottinn úr absúrdismanum. Nú er öldin önnur. Fátt kemur á óvart. Og það vantar báða handleggina og annan fótinn þegar viðnámið; formlegt og stíft samfélagið er ekki til staðar. Absúrdisminn nærist á því að eitthvað komi manni í opna skjöldu og sé þannig afhjúpandi en því er ekki til að dreifa hér og nú, á Íslandi dagsins í dag. Í raun er vonlaust verk að ætla sér einhvern brodd í því og þar með fellur grínið og fyndnin dauð. Miðað við þessar forsendur, sem eru ekki úr vegi því þannig er verkið kynnt, fær Spamalot eina stjörnu. En, þar er óvart bara hálf sagan sögð. Sem sagt, þeir sem mæta í Þjóðleikhúsið til að sjá „Monty Python“ verða fyrir vonbrigðum sem er nokkuð sem segja hefði mátt sér fyrirfram. Sá söngglaðasti þeirra, Eric Idle, tók saman söngleik, að því er virðist til að gera sér mat úr arfleifðinni. Hann byggir að mestu á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail (1975), og inn í er kastað öðrum þekktum atriðum og minnum frá ferli Monty Python; inn í er fléttað einu þekktasta lagi þeirra „Always look at the bright side of live“ sem er úr kvikmyndinni Life of Brian. Þetta er sem sagt samsuða og upprifjun sem byggir á fáránlegum þræði; laustengd atriði og misgóð. Þannig er miklu nær að tala um sýninguna sem kabarett en söngleik. Og þegar maður er kominn á þá niðurstöðu þarf að venda sínu kvæði í kross og jafnvel vitna í Laxness: „Til eru þeir sem koma í leikhús svo dauðdrepnir af dramatúrgiskum lærdómi, að þeir þola ekki sjónleik. Mörgum menntamönnum hættir til að leita í leikritum að einhverju sem alls ekki er þar, og átti alls ekki að vera þar. Fyrir bragðið sjá þeir ekki það sem er þar (ef nokkuð er) – og fara ólukkulegir heim.“ Átti ekki að vera þar? Já, kannski eru þetta undanbrögð nema leikhópurinn fór á kostum og verður að nefna Örn Árnason sem var sérlega traustur sem Artúr konungur. Selma Björnsdóttir var stórkostleg sem díva sýningarinnar, fyndin og söng snilldarlega – salurinn át úr lófa hennar. Og Stefán Karl Stefánsson sem brá sér í allra kvikinda líki; hann nýtti sér til hins ítrasta einstaka hæfileika til að skapa fígúrur sem svínvirka. Fyndnin er vel að merkja nokkuð sem leikararnir drógu uppúr sínu pússi en sóttu ekki til Idle og í því samhengi verður að hrósa Hilmi Snæ Guðnasyni leikstjóra jafnframt. Þorvaldur Bjarni var hljómsveitarstjóri og samspil leikhóps og hljómsveitar var lifandi og kraftmikið; söngur, dans og skemmtan fín. Leikmynd, búningar og ljós voru í prýðilegu samhengi við hallærisskapinn sem í og með var lagt upp með. Kabarettsýningin fær fjórar stjörnur og samanlagt leggur þetta sig, með námundun og öðrum reiknikúnstum, á þrjár stjörnur.Niðurstaða: Ef menn mæta ekki til að leita einhvers sem alls ekki er þar má njóta kraftmikillar kabarettsýningar; söngur, dans og skemmtan fín.
Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira