Þessar tölur eru ekkert til að tala um Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Einar Daði ætlar að fara sér að engu óðslega í æfingum og keppnum á komandi keppnistímabili. fréttablaðið/anton Hinn 23 ára Einar Daði Lárusson hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla í hásin en tók loksins þátt í sínu fyrsta fjölþrautarmóti nú um helgina – eftir átján mánaða bið. Hann varð þá hlutskarpastur í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss er hann hlaut 5.494 stig og náði sinni næstbestu sjöþraut frá upphafi. „Þessar tölur eru reyndar ekkert til að tala um,“ sagði hann af mikilli hógværð í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var fyrst og fremst mikilvægt fyrir mig að klára þrautina og finna að það sé í lagi með mig. Það segir mér að ég geti nú byrjað að æfa betur,“ bætir Einar Daði við en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hásin. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því fyllilega af hverju hann hafi verið svo lengi að ná sér. Hásinin slitnaði ekki en Einar Daði fann lengi fyrir eymslum í festunni við hælbeinið. „Líklega voru mistök að hlífa ekki svæðinu algjörlega fyrst eftir meiðslin og hætta öllum æfingum. En þess utan veit ég ekki af hverju þetta tók svona langan tíma,“ segir Einar Daði sem ákvað loks að taka sér algjört frí frá æfingum síðastliðið sumar. „Til að byrja með vann ég mikið í efri skrokknum og styrkti mig mikið þar. En síðasta sumar gat ég einfaldlega ekkert æft. Það var ekki séns. Þá hvíldi ég algjörlega og tel að það hafi verið gott fyrir mig. Meiðslin voru áfram að há mér við æfingar í haust en ég fann að eymslin urðu alltaf minni og minni.“ Einar Daði tók sér svo tveggja vikna hvíld fyrir mótið um helgina og fann ekkert fyrir meiðslunum. „Ég var bara orðinn þreyttur undir lokin enda ekki klárað heila þraut í mjög langan tíma. Það var bara svo gott að finna gamla neistann aftur því það er svo ótrúlega gaman að keppa. Það gerði mér afskaplega gott að hafa klárað heila þraut.“Ætla ekki að setja pressu á mig Aðeins Jón Arnar Magnússon hefur náð betri tugþraut en Einar Daði sem náði sínum besta árangri á móti í Tékklandi í júní árið 2012. Þá náði hann 7.898 stigum en árangurinn þýddi að hann rauk upp heims- og Evrópulistann í greininni. Meiðslin settu hins vegar stórt strik í reikninginn og kostuðu Einar Daða allt síðasta keppnistímabil. Engu að síður ætlar hann að flýta sér hægt í endurkomunni. „Planið er að æfa eins vel og ég get án þess að eiga það á hættu að meiðslin taki sig upp. Ég vil ekki setja þá pressu á mig að standa mig svakalega vel í sumar. Ég ætla frekar að horfa til næsta árs og næstu ára,“ segir hann og bætir við að það verði einfaldlega að koma í ljóst hvort hann geti tekið þátt á EM í Zürich næsta sumar. „Ég vil frekar æfa af skynsemi og sjá til. Ég veit að ef ég næ að æfa almennilega og halda mér líkamanum heilum munu góðir hlutir gerast.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 23 ára Einar Daði Lárusson hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla í hásin en tók loksins þátt í sínu fyrsta fjölþrautarmóti nú um helgina – eftir átján mánaða bið. Hann varð þá hlutskarpastur í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss er hann hlaut 5.494 stig og náði sinni næstbestu sjöþraut frá upphafi. „Þessar tölur eru reyndar ekkert til að tala um,“ sagði hann af mikilli hógværð í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var fyrst og fremst mikilvægt fyrir mig að klára þrautina og finna að það sé í lagi með mig. Það segir mér að ég geti nú byrjað að æfa betur,“ bætir Einar Daði við en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hásin. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir því fyllilega af hverju hann hafi verið svo lengi að ná sér. Hásinin slitnaði ekki en Einar Daði fann lengi fyrir eymslum í festunni við hælbeinið. „Líklega voru mistök að hlífa ekki svæðinu algjörlega fyrst eftir meiðslin og hætta öllum æfingum. En þess utan veit ég ekki af hverju þetta tók svona langan tíma,“ segir Einar Daði sem ákvað loks að taka sér algjört frí frá æfingum síðastliðið sumar. „Til að byrja með vann ég mikið í efri skrokknum og styrkti mig mikið þar. En síðasta sumar gat ég einfaldlega ekkert æft. Það var ekki séns. Þá hvíldi ég algjörlega og tel að það hafi verið gott fyrir mig. Meiðslin voru áfram að há mér við æfingar í haust en ég fann að eymslin urðu alltaf minni og minni.“ Einar Daði tók sér svo tveggja vikna hvíld fyrir mótið um helgina og fann ekkert fyrir meiðslunum. „Ég var bara orðinn þreyttur undir lokin enda ekki klárað heila þraut í mjög langan tíma. Það var bara svo gott að finna gamla neistann aftur því það er svo ótrúlega gaman að keppa. Það gerði mér afskaplega gott að hafa klárað heila þraut.“Ætla ekki að setja pressu á mig Aðeins Jón Arnar Magnússon hefur náð betri tugþraut en Einar Daði sem náði sínum besta árangri á móti í Tékklandi í júní árið 2012. Þá náði hann 7.898 stigum en árangurinn þýddi að hann rauk upp heims- og Evrópulistann í greininni. Meiðslin settu hins vegar stórt strik í reikninginn og kostuðu Einar Daða allt síðasta keppnistímabil. Engu að síður ætlar hann að flýta sér hægt í endurkomunni. „Planið er að æfa eins vel og ég get án þess að eiga það á hættu að meiðslin taki sig upp. Ég vil ekki setja þá pressu á mig að standa mig svakalega vel í sumar. Ég ætla frekar að horfa til næsta árs og næstu ára,“ segir hann og bætir við að það verði einfaldlega að koma í ljóst hvort hann geti tekið þátt á EM í Zürich næsta sumar. „Ég vil frekar æfa af skynsemi og sjá til. Ég veit að ef ég næ að æfa almennilega og halda mér líkamanum heilum munu góðir hlutir gerast.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira