Veisla fyrir bragðlaukana 28. febrúar 2014 13:30 Allir veitingastaðir sem taka þátt í Food & Fun bjóða gestum upp á ljúffengar veitingar á laugardaginn í Hörpu. VÍSIR/Sigurjón Ragnar Sannkölluð matarveisla verður í Hörpu um helgina. Þá fer kokkakeppni Food & Fun-hátíðarinnar fram og Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn en ókeypis er inn á báða viðburðina. Kokkakeppnin er árlegur hluti Food & Fun en þar keppa gestakokkar keppninnar um titilinn Food & Fun-matreiðslumaður ársins. Veitingastaðirnir sem taka þátt í hátíðinni bjóða svo gestum upp á að smakka dýrindis veitingar úr íslensku hráefni. Að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, skipar kokkakeppnin sífellt stærri sess í dagskránni. „Þetta er þrettánda árið sem hún er haldin en segja má að eftir að René Redzepi, eigandi Noma, sigraði í henni árið 2006 hafi hún farið á flug. Redzepi er talinn einn merkilegasti matreiðslumaður heims og því vilja allir feta í fótspor hans.“ Dómararnir heimsækja veitingastaðina og velja að lokum þrjá matreiðslumenn í lokaúrslitin. Níu manna dómnefnd krýnir sigurvegarann að keppni lokinni. „Aðalhugmyndafræði hátíðarinnar er að kynna íslenskt hráefni fyrir erlendum matreiðslumeisturum. Oft eru þetta framandi hráefni og því skemmtileg áskorun fyrir þá sem endar yfirleitt í ljúffengum réttum.“ Á jarðhæð Hörpu má svo finna fleiri gómsætar veitingar þegar Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn um helgina. Þar kynna rúmlega fjörutíu innlendir framleiðendur framleiðslu sína. Fjölbreytt úrval af alls kyns veitingum verður á boðstólum og gestum gefinn kostur á að smakka meðal annars úrval kjötmetis og pylsur, osta, sultur, saft, konfekt og brauð. Matarmarkaðir Búrsins eru stærstu matarmarkaðir hérlendis að sögn Eirnýjar Sigurðardóttur, upphafsmanns markaðarins. „Jólamarkaðurinn sem haldinn var í desember fór langt fram úr björtustu vonum en talið er að um sextán þúsund manns hafi mætt þá. Meðal nýjunga sem verða kynntar um helgina má nefna heitreykt hrogn sem aldrei hafa verið seld hérlendis áður. Gestir Hörpu fara að minnsta kosti ekki svangir heim um helgina.“ Kokkakeppnin fer fram á laugardaginn í Norðurljósasalnum á 1. hæð í Hörpu og stendur yfir milli kl. 13-16. Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn á jarðhæð Hörpu laugardag og sunnudag milli kl. 11-17. Food and Fun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Sannkölluð matarveisla verður í Hörpu um helgina. Þá fer kokkakeppni Food & Fun-hátíðarinnar fram og Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn en ókeypis er inn á báða viðburðina. Kokkakeppnin er árlegur hluti Food & Fun en þar keppa gestakokkar keppninnar um titilinn Food & Fun-matreiðslumaður ársins. Veitingastaðirnir sem taka þátt í hátíðinni bjóða svo gestum upp á að smakka dýrindis veitingar úr íslensku hráefni. Að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, skipar kokkakeppnin sífellt stærri sess í dagskránni. „Þetta er þrettánda árið sem hún er haldin en segja má að eftir að René Redzepi, eigandi Noma, sigraði í henni árið 2006 hafi hún farið á flug. Redzepi er talinn einn merkilegasti matreiðslumaður heims og því vilja allir feta í fótspor hans.“ Dómararnir heimsækja veitingastaðina og velja að lokum þrjá matreiðslumenn í lokaúrslitin. Níu manna dómnefnd krýnir sigurvegarann að keppni lokinni. „Aðalhugmyndafræði hátíðarinnar er að kynna íslenskt hráefni fyrir erlendum matreiðslumeisturum. Oft eru þetta framandi hráefni og því skemmtileg áskorun fyrir þá sem endar yfirleitt í ljúffengum réttum.“ Á jarðhæð Hörpu má svo finna fleiri gómsætar veitingar þegar Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn um helgina. Þar kynna rúmlega fjörutíu innlendir framleiðendur framleiðslu sína. Fjölbreytt úrval af alls kyns veitingum verður á boðstólum og gestum gefinn kostur á að smakka meðal annars úrval kjötmetis og pylsur, osta, sultur, saft, konfekt og brauð. Matarmarkaðir Búrsins eru stærstu matarmarkaðir hérlendis að sögn Eirnýjar Sigurðardóttur, upphafsmanns markaðarins. „Jólamarkaðurinn sem haldinn var í desember fór langt fram úr björtustu vonum en talið er að um sextán þúsund manns hafi mætt þá. Meðal nýjunga sem verða kynntar um helgina má nefna heitreykt hrogn sem aldrei hafa verið seld hérlendis áður. Gestir Hörpu fara að minnsta kosti ekki svangir heim um helgina.“ Kokkakeppnin fer fram á laugardaginn í Norðurljósasalnum á 1. hæð í Hörpu og stendur yfir milli kl. 13-16. Vetrarmarkaður Búrsins verður haldinn á jarðhæð Hörpu laugardag og sunnudag milli kl. 11-17.
Food and Fun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira