„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 10:00 Hljómsveitin Maus ætlar að vera virk á árinu og er bókuð á þrjár tónlistarhátíðir sem stendur. mynd/Halldór Ingi „Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“ Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira