Með ólík verk á Ufsiloni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2014 11:00 "Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Ragnheiður Maísól. Fréttablaðið/GVA „Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira