Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir fram á að töluvert sé um vanskráningu á óvæntum andlátum á Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent