Valdimar spilar nýtt efni á Rosenberg Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. mars 2014 10:30 Valdimar Vísir/úr einkasafni „Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það búa tveir meðlimir sveitarinnar úti og annar þeirra er á landinu og því ætlum við að nýta tækifærið og telja í tónleika,“ segir Valdimar Guðmundsson söngvari og básúnuleikari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á laugardagskvöldið. Hljómsveitin hefur lítið komið fram hér á landi undanfarið og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á árinu. „Við fáum Arnljót Sigurðsson til að hlaupa í skarðið hjá okkur og plokka bassann.“ Sveitin lauk nýverið við sína fyrstu tónleikaferð um Evrópu en þar lék hún á sjö tónleikum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss. Valdimar er nú á fullu að vinna í nýrri plötu. „Við erum búnir að taka upp grunnana að mestu leyti þannig að Guðlaugu bassaleikari og Þorvaldur trommari eru að mestu búnir að taka sína parta upp. Við stefnum svo á að reyna koma plötunni út seint í sumar,“ segir Valdimar um nýju plötuna. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Valdimar ætlar að leika nýtt efni á tónleikunum. „Við tökum eitthvað af nýjum lögum en er þó ekki alveg viss hversu mörg,“ segir Valdimar. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir á Café Rosenberg, klapparstíg og hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira