Ný húsgagnalína frá Volka Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 11:00 Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir kynna nýjustu vörur sínar á HönnunarMars. mynd/daníel Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars." HönnunarMars Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Hönnunartvíeykið Volki kynnir nýja húsgagnalínu á HönnunarMars, inni- og útihúsgögn sem unnin eru út frá íslenskum vitum. "Við tókum ljósmyndir af vitum um allt land og heilluðumst alveg upp úr skónum. Úr urðu húsgögn sem við hönnuðum út frá formum vitanna,“ útskýrir Olga Hrafnsdóttir sem ásamt Elísabetu Jónsdóttur skipar hönnunardúettinn Volka. Volki hefur meðal annars vakið athygli fyrir litríka prjónahönnun úr ull, svo sem teppi, trefla og púða og einnig kolla sem klæddir eru grófu hekli úr ull. Volki frumsýnir nú nýja húsgagnalínu á HönnunarMars sem kallast Viti. Línan innheldur inni- og útihúsgögn sem unnin eru úr stáli og viði, ljós í tveimur stærðum og kolla.Viti Glæný húsgagnalína Volka er hönnuð út frá formum íslenskra vita. Línan verður kynnt á HönnunarMars í Mengi, Óðinsgötu 2.„Okkur fannst vanta einföld, litrík húsgögn sem hægt væri að nota bæði úti og inni,“ segir Olga. „Annað ljósið er einnig borð sem hægt er að kippa með sér út og kollunum er hægt að stafla upp. Þeir eru með trésessum og sessum úr íslenskri ull. Við létum pólýhúða stálið í líflegum litum og gerðum meira að segja tilraunir með efni sem notað er á pallinn á pallbílum. Okkur langaði í mjúka áferð á húsgögnin og þeir hjá Bílahöllinni gerðu fyrir okkur prufur með þetta efni. Það þolir nánast allt. Þetta efni er meira að segja notað á gólf í hesthúsum,“ segir Olga. „Þeir áttu æðislega fallegan grænan lit sem við notuðum á kollana. Nú bíðum við bara eftir sumrinu.“ Þær Olga og Elísabet kynna nýju línuna í Mengi á Óðinsgötu 2 og verður opnun á miðvikudaginn 26. mars milli klukkan 17 og 20. „Mengi er skemmtileg verslun með bókverk, myndlist og hönnun og alltaf á fimmtudögum, föstudögum og laugarögum eru uppákomur, ýmist tónleikar leiksýningar eða gjörningar. Við erum núna með vinnustofu í Mengi og ætlum að bjóða upp á léttar veitingar og tónlist á opnuninni. Við hlökkum mikið til, það er alltaf svo frábær stemning á HönnunarMars."
HönnunarMars Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira