Hefur hannað allt frá hjólapumpum til ljósa Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. mars 2014 16:00 Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“ HönnunarMars Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira
Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“
HönnunarMars Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Sjá meira