Í myndinni er fylgst með Biophilia-tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur og við þá er blandað hreyfimyndum úr smáforritinu sem var þróað sem hluti af plötunni Biophilia sem er áttunda stúdíóplata Bjarkar og kom út árið 2011.
Nick Fenton og Peter Strickland leikstýra myndinni og verður hún sýnd 26. apríl. Miðar á sýninguna fara í sölu á heimasíðu hátíðarinnar í dag.