Semur, syngur, útsetur og stjórnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. mars 2014 11:00 Þóra Gísladóttir: "Mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld.“ Vísir/GVA MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“ Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
MMus-gráðan er mastersgráða í tónlist og það er ýmislegt þar inni,“ segir Þóra Gísladóttir spurð fyrir hvað titillinn sem hún mun öðlast í vor standi. „Maður hefur dálítið frjálsar hendur og ég hef sett inn í þetta tónsmíðar, smá kvikmyndatónlist og alls konar verkefni eins og til dæmis þessa tónleika sem eru lokaverkefni mitt við Listaháskólann.“ Dagskrána kallar Þóra norsk-íslenska tónlistarþrennu en það er samstarfsverkefni sem hefur staðið í tvö ár. Verkefnið byggist aðallega á tónsmíðavinnu og strengja-, bakradda- og kórútsetningum. Eftir sleitulausa sköpun, mikla hugmyndavinnu, skipulagningu, kórferð til Boston, norræna samvinnu, útsetningar, kórstjórn og upptökur lítur verkefnið nú dagsins ljós. Afraksturinn er átta frumsamin lög, stofnun nýrrar hljómsveitar, íslenskur kór, samvinna við bæði amerískan og norskan kór og rúmlega sjötíu manna samnorrænan kór sem flytja mun lokaverk tónleikanna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Þóru Gísladóttur, Joni Mitchell, Guðmund Jónsson, Walt Harrah og Richard Smallwood og flytjendur eru Þóra Gísladóttir & hljómsveit hennar, GroveLoversnMore, ásamt bakröddum, norski kórinn Kor:z í stjórn Gro-Annette Slettebø, Gospelkór Árbæjarkirkju sem Þóra stjórnar sjálf, norska djasssöngkonan Eva Bjerge og píanóleikarinn Svein Åge Bjerge. Þóra hefur breiðan bakgrunn, hún er tónlistarkennari, kórstjórnandi, söngkona og tónsmiður auk þess að reka eigin hljómsveit, GroveLoversnMore, ásamt eiginmanni sínum, Birni Sigurðssyni bassaleikara. „Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir ári og það tengdist líka verkefni í skólanum. Þá áttum við að semja lag og flytja það opinberlega og á tíu dögum samdi ég lag sem var svo gjörólíkt öllu sem ég hafði gert að ég varð að stofna hljómsveit í kringum það. Við höfum verið að spila hér og þar en við erum með tvær dætur þannig að við höfum svo sem ekkert endalausan tíma til að gera allt sem okkur langar til. En mér finnst þetta allt saman alveg óskaplega gaman og er mjög spennt fyrir tónleikunum í kvöld, sem eru stærsta verkefni sem ég hef ráðist í til þessa.“
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira