Verk fimmtán ára tónskálds flutt í Berlín Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. apríl 2014 13:30 Hjalti Nordal Gunnarsson: „Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim.“ Mynd: Gunnar Karlsson Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“ Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er tónsmíðakeppni á vegum Berlínarfílharmóníunnar sem heitir Opus one og er fyrir unglinga á aldrinum fjórtán til nítján ára,“ segir Hjalti Nordal Gunnarsson spurður út í tildrög þess að meðlimir úr Berlínarfílharmóníunni og hljómsveit akademíu hennar fluttu strengjatríó eftir hann á tónleikum á sunnudagskvöldið. „Á vefsíðunni stóð að keppnin væri fyrir þýska ríkisborgara en ég sendi þeim tölvupóst og spurði hvort ég mætti vera með, sem var samþykkt. Það voru fjögur verk valin til flutnings á tónleikunum og mitt var eitt af þeim. Auk þess var það eina verkið úr samkeppninni sem var valið til flutnings á sérstökum kammertónleikum Fílharmóníunnar seinna um kvöldið.“ Hjalti, sem er fimmtán ára, stundar fiðlunám hér heima og hefur ekki lært tónsmíðar en segist þó hafa samið nokkur tónverk. „Ég hef samt ekki samið mjög mikið,“ segir hann hógvær. Hjalti tók ekki þátt í flutningi verksins en var viðstaddur tónleikana og segir það hafa verið góða upplifun. „Ég var bara áhorfandi og það var mjög góð tilfinning að hlusta á þessa fínu spilara flytja verkið mitt,“ segir hann. „Ég var mjög ánægður.“ Íslenskum áheyrendum til upplyftingar bendir hann á að ákveðið hafi verið að nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík flytji strengjatríóið á næstunni en ekki sé enn ákveðið hvenær það verði. „Þetta er allt svo nýtilkomið,“ segir hann. „En verkið verður flutt heima fljótlega.“
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira