Fyrsti íslenski sirkusbjörninn til sýnis Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 09:00 Björninn kemur úr sóttkví í dag og því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir landsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan 16 til 17. Vísir/Daníel „Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
„Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.
Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
„Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30