Heitt mál en ótrúlega flókið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2014 11:00 Í Útundan er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi. Fréttablaðið/Pjetur „Sýningin tekur einn og hálfan tíma í flutningi og það er ekkert hlé. Umfjöllunarefnið er heitt mál en ótrúlega flókið og okkur fannst upplagt að nota leikhúsmiðilinn til að opna á það. Fyrir utan það er þetta gott verk og vel skrifað. Höfundurinn nálgast efnið þannig,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri verksins Útundan eftir Alison Farina McGlynn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20. Þar er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi og í hinum vestræna heimi, að eiga í erfiðleikum með að eignast barn. Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi. Tinna segir viðbrögð þeirra sem hafa séð Útundan á æfingum einnig jákvæð. „Margir þekkja einhverja sem glíma við barnleysi. En þó svo sé ekki er auðvelt að tengja sig við persónur verksins því öll þurfum við að yfirstíga einhverjar hindranir í lífinu. Svo er heilmikill húmor þarna líka þannig að það leiðist örugglega engum,“ segir hún. Háaloftið stendur að sýningunni og leikarar eru Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Sýningin tekur einn og hálfan tíma í flutningi og það er ekkert hlé. Umfjöllunarefnið er heitt mál en ótrúlega flókið og okkur fannst upplagt að nota leikhúsmiðilinn til að opna á það. Fyrir utan það er þetta gott verk og vel skrifað. Höfundurinn nálgast efnið þannig,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri verksins Útundan eftir Alison Farina McGlynn, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20. Þar er tekið á aðstæðum sem hrjá eitt af hverjum sex pörum hér á landi og í hinum vestræna heimi, að eiga í erfiðleikum með að eignast barn. Leikritið vakti sterk viðbrögð og hlaut góða dóma þegar það var frumsýnt í Bretlandi. Tinna segir viðbrögð þeirra sem hafa séð Útundan á æfingum einnig jákvæð. „Margir þekkja einhverja sem glíma við barnleysi. En þó svo sé ekki er auðvelt að tengja sig við persónur verksins því öll þurfum við að yfirstíga einhverjar hindranir í lífinu. Svo er heilmikill húmor þarna líka þannig að það leiðist örugglega engum,“ segir hún. Háaloftið stendur að sýningunni og leikarar eru Arnmundur Ernst Backman, Benedikt Karl Gröndal, Björn Stefánsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, María Heba Þorkelsdóttir og Svandís Dóra Einarsdóttir.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira