Lengi dreymt um að vinna með Bergþóri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. apríl 2014 11:30 Sunna segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að semja lög við ljóð þekktra skálda. Mynd: Hörður Sveinsson „Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira