Tólf hljómsveitir leika í hafnfirskum stofum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. apríl 2014 14:30 Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. Vísir/Valli Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira