Hestur leikur aðalhlutverk í myndbandinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:30 Brynhildur er lærður tamningamaður. Mynd/Eva Rut Hjaltadóttir „Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“ Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira