Það er ekkert sem stoppar okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 10:00 "Ég verð með blóm sem reyndar eru rellur sem snúast eftir því hvernig vindurinn blæs,“ segir Gerður um verk sín á sýningunni Þræðir sumarsins. Fréttablaðið/Daníel „Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Textílfélagið var stofnað 1974. Það hefur verið virkt allan tímann og nú er starfið með miklum blóma. Við hittumst mánaðarlega og skipuleggjum eitthvað nýtt í tilefni afmælisins. Fólk á eftir að verða vart við okkur víða um land,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, ein þeirra sem standa að sýningunni Þræðir sumarsins við Dyngju listhús í Eyjafjarðarsveit sem opnuð er í dag klukkan 12. Átta listakonur úr félaginu hafa komið upp útilistaverkum sem verða til sýnis í allt sumar og sum jafnvel lengur. Þarna verður líf í tuskunum, „þvottur“ á snúrum sem hangið getur í aldir, túnið skreytt óvenjulegum blómabreiðum og skúlptúrum og sáð verður fyrir þráðum í lín svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning er að frumkvæði Guðrúnar Höddu handverks-og listakonu í Fífilbrekku. Gerður segir mikla breidd í félaginu. „Fólk er í skúlptúr, textíl, hönnun og öllu mögulegu, meira að segja er saumað í steina. Það er ekkert sem stoppar okkur,“ segir hún. Listamennirnir og verk þeirra: Anna Gunnarsdóttir: Kraftur hringanna. Bjargey Ingólfsdóttir: Að hafa til hnífs og skeiðar. Gerður Guðmundsdóttir: Bláhverflar. Guðrún Hadda Bjarnadóttir: Línakur. Hrafnhildur Sigurðardóttir: Í mark. Jóna Imsland: Til þerris í nokkrar aldir I. Rósa Júlíusdóttir: Endurunnið verk. Steinunn B. Helgadóttir: Motta úr hrosshári.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira