Fiðlan er sögumaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2014 12:00 "Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring,“ segir Alda Áslaug sem býr úti í skógi. Fréttablaðið/Daníel „Ég er að æfa á fiðlu og samdi lagið á hana. Fiðlan er líka aðalhljóðfærið í laginu mínu, hún er svona sögumaður. Lagið byrjar í vestrænum stíl, svo kemur bogastrokskafli, svoldið rokkaður, og þá er eins og maður sé að ferðast en seinni kaflinn er í austrinu. Þar er pentatónískur tónstigi, dálítið asískur. Lagið endar svo aftur í vestrinu.“ Þannig lýsir hin ellefu ára Alda Áslaug Unnardóttir laginu sínu Vestrið og austrið sem flutt verður í Hörpu í dag. Hún er einn þeirra krakka, á aldrinum tíu til fimmtán ára, sem taka þátt í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna í ár. Þeir fengu aðstoð tónskálda til að fullvinna hugmyndir sínar og á tónleikum í Hörpunni klukkan 17 í dag hljóma verk þeirra í flutningi atvinnutónlistarfólks. Hugmyndina að Upptaktinum á Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, sem þykir mikils virði að sinna barnamenningu á þennan hátt. Alda Áslaug er auðvitað spennt að heyra lagið sitt. „Greta Salóme er á fiðlunni og tónskáldið sem ég vann útsetninguna með og heitir Kristín Haraldsdóttir spilar á víólu. Svo er líka bassi, selló, klarínett og píanó. Ég er búin að hitta Kristínu nokkrum sinnum og það var rosalega gaman að vinna með henni,“ segir Alda Áslaug sem kveðst hafa samið seinni hluta lagsins þegar hún var að taka annars stigs próf í tónlistarskólanum. „Svo tók ég grunnpróf, þá samdi ég fyrri hlutann og setti svo kaflana saman. Síðan tók ég það upp og sendi í Upptaktinn.“ Alda Áslaug er í Tónskóla Sigursveins við Engjateig en byrjaði að læra á fiðluna þegar hún var fimm ára og þá í Suzuki-skólanum. „Ég hef líka æft á píanó og svo spila ég á gítar og er í hljómsveit,“ segir þessi ungi snillingur sem býr úti í skógi, rétt við Elliðavatn og finnst það ævintýralegt. „Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring. Þau eru ánægð með það.“ En taka fuglarnir undir? „Nei, þeir hlusta bara og kanínurnar halla undir flatt!“ Býst hún ekki við að halda áfram að semja tónlist? „Jú, ég ætla að reyna það. Mig langar mjög mikið að semja Eurovisionlag.“ Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Ég er að æfa á fiðlu og samdi lagið á hana. Fiðlan er líka aðalhljóðfærið í laginu mínu, hún er svona sögumaður. Lagið byrjar í vestrænum stíl, svo kemur bogastrokskafli, svoldið rokkaður, og þá er eins og maður sé að ferðast en seinni kaflinn er í austrinu. Þar er pentatónískur tónstigi, dálítið asískur. Lagið endar svo aftur í vestrinu.“ Þannig lýsir hin ellefu ára Alda Áslaug Unnardóttir laginu sínu Vestrið og austrið sem flutt verður í Hörpu í dag. Hún er einn þeirra krakka, á aldrinum tíu til fimmtán ára, sem taka þátt í Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna í ár. Þeir fengu aðstoð tónskálda til að fullvinna hugmyndir sínar og á tónleikum í Hörpunni klukkan 17 í dag hljóma verk þeirra í flutningi atvinnutónlistarfólks. Hugmyndina að Upptaktinum á Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, sem þykir mikils virði að sinna barnamenningu á þennan hátt. Alda Áslaug er auðvitað spennt að heyra lagið sitt. „Greta Salóme er á fiðlunni og tónskáldið sem ég vann útsetninguna með og heitir Kristín Haraldsdóttir spilar á víólu. Svo er líka bassi, selló, klarínett og píanó. Ég er búin að hitta Kristínu nokkrum sinnum og það var rosalega gaman að vinna með henni,“ segir Alda Áslaug sem kveðst hafa samið seinni hluta lagsins þegar hún var að taka annars stigs próf í tónlistarskólanum. „Svo tók ég grunnpróf, þá samdi ég fyrri hlutann og setti svo kaflana saman. Síðan tók ég það upp og sendi í Upptaktinn.“ Alda Áslaug er í Tónskóla Sigursveins við Engjateig en byrjaði að læra á fiðluna þegar hún var fimm ára og þá í Suzuki-skólanum. „Ég hef líka æft á píanó og svo spila ég á gítar og er í hljómsveit,“ segir þessi ungi snillingur sem býr úti í skógi, rétt við Elliðavatn og finnst það ævintýralegt. „Stundum fer ég út og spila fyrir fuglana og kanínurnar í kring. Þau eru ánægð með það.“ En taka fuglarnir undir? „Nei, þeir hlusta bara og kanínurnar halla undir flatt!“ Býst hún ekki við að halda áfram að semja tónlist? „Jú, ég ætla að reyna það. Mig langar mjög mikið að semja Eurovisionlag.“
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira