Það sem ekki má Sara McMahon skrifar 29. apríl 2014 07:00 Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun
Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun