Guð verður að vera kona Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. apríl 2014 12:00 Óttar M. Norðfjörð: "Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka.“ Fréttablaðið/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bókin heitir Jóhannesarguðspjall og er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur hetjan heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða lærlinganna eins og þeir heita hjá mér,“ útskýrir Óttar M. Norðfjörð spurður um hvað nýjasta bók hans fjalli. Bókin kom út hjá Forlaginu í síðustu viku og er eingöngu fáanleg sem rafbók.Hvernig datt þér í hug að fara að endurskrifa guðspjall? „Þessi hugmynd kom eiginlega óvart til mín. Ég var bara á göngu á leið á bókasafnið að skrifa skáldsöguna sem ég er að vinna í núna og allt í einu fékk ég þessa hugdettu; hvað ef Jesús hefði verið kona? Hvaða áhrif hefði það haft á hinn vestræna heim í framhaldinu?“ Óttar fer þó ekkert út í þá pælingu í bókinni, heldur sig af trúfesti við texta guðspjallsins með þeirri breytingu að láta Maríu frá Magdala og Jesú Krist skipta um hlutverk, auk þess sem um helmingur lærisveinanna og guð sjálf hafa undirgengist kynleiðréttingu, eins og hann orðar það. „Ég er í raun bara að kynjafna söguna,“ segir hann. „Guðspjallið verður skemmtilega skrítið eftir breytingarnar því textinn er í senn kunnuglegur og framandi. Til dæmis þegar María gengur á vatni eða er pínd og krossfest og Jesús er sá sem stendur hágrátandi við krossinn. Sem dæmi get ég sagt þér hvernig frægasta setning guðspjallsins breytist við endurskrifin: „Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka. Jesús er náttúrulega einhvers konar framlenging á Guði, holdgervingur hans á jörðu niðri, og þá gekk ekki að hafa þau af mismunandi kyni, fannst mér. Þannig að þótt guðspjallið sé í meginatriðum eins þá felst um leið í því róttæk breyting.“ Í lok bókarinnar er síðan stuttur eftirmáli eftir Óttar og þrjár hugleiðingar um bókina eftir þrjá presta, þau Bjarna Karlsson, Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svan Daníelsson. Hvernig líst prestunum á þetta framtak? „Þau eru öll bara mjög ánægð,“ segir Óttar. „Upphaflega hafði ég samband við einn prest og bað um skoðun hennar á þessu verkefni. Henni fannst þetta mjög spennandi, kom með margar gagnlegar ábendingar og sendi mér stutta hugleiðingu um verkið. Í framhaldinu hafði ég samband við fleiri presta og bað þá að lesa verkið yfir og koma með stutta hugleiðingu um það. Á endanum valdi ég þessa þrjá sem ég hef heyrt predika og hrifist af, enda finnst mér þau vera prestar samtíðarinnar en ekki fortíðarinnar eins og sumir.“ Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Bókin heitir Jóhannesarguðspjall og er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur hetjan heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða lærlinganna eins og þeir heita hjá mér,“ útskýrir Óttar M. Norðfjörð spurður um hvað nýjasta bók hans fjalli. Bókin kom út hjá Forlaginu í síðustu viku og er eingöngu fáanleg sem rafbók.Hvernig datt þér í hug að fara að endurskrifa guðspjall? „Þessi hugmynd kom eiginlega óvart til mín. Ég var bara á göngu á leið á bókasafnið að skrifa skáldsöguna sem ég er að vinna í núna og allt í einu fékk ég þessa hugdettu; hvað ef Jesús hefði verið kona? Hvaða áhrif hefði það haft á hinn vestræna heim í framhaldinu?“ Óttar fer þó ekkert út í þá pælingu í bókinni, heldur sig af trúfesti við texta guðspjallsins með þeirri breytingu að láta Maríu frá Magdala og Jesú Krist skipta um hlutverk, auk þess sem um helmingur lærisveinanna og guð sjálf hafa undirgengist kynleiðréttingu, eins og hann orðar það. „Ég er í raun bara að kynjafna söguna,“ segir hann. „Guðspjallið verður skemmtilega skrítið eftir breytingarnar því textinn er í senn kunnuglegur og framandi. Til dæmis þegar María gengur á vatni eða er pínd og krossfest og Jesús er sá sem stendur hágrátandi við krossinn. Sem dæmi get ég sagt þér hvernig frægasta setning guðspjallsins breytist við endurskrifin: „Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka. Jesús er náttúrulega einhvers konar framlenging á Guði, holdgervingur hans á jörðu niðri, og þá gekk ekki að hafa þau af mismunandi kyni, fannst mér. Þannig að þótt guðspjallið sé í meginatriðum eins þá felst um leið í því róttæk breyting.“ Í lok bókarinnar er síðan stuttur eftirmáli eftir Óttar og þrjár hugleiðingar um bókina eftir þrjá presta, þau Bjarna Karlsson, Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svan Daníelsson. Hvernig líst prestunum á þetta framtak? „Þau eru öll bara mjög ánægð,“ segir Óttar. „Upphaflega hafði ég samband við einn prest og bað um skoðun hennar á þessu verkefni. Henni fannst þetta mjög spennandi, kom með margar gagnlegar ábendingar og sendi mér stutta hugleiðingu um verkið. Í framhaldinu hafði ég samband við fleiri presta og bað þá að lesa verkið yfir og koma með stutta hugleiðingu um það. Á endanum valdi ég þessa þrjá sem ég hef heyrt predika og hrifist af, enda finnst mér þau vera prestar samtíðarinnar en ekki fortíðarinnar eins og sumir.“
Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira