Sviðslistahátíð fyrir börn og unglinga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 09:30 Sýning Bíbí og blaka, Fetta bretta, er önnur tveggja opnunarsýninga hátíðarinnar. Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“ Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira