Schubert í Ævintýrahöllinni Iðnó Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 10:30 Kammersveit Reykjavíkur. "Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana.“ Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira