Ræða tengsl sagnfræði og skáldskapar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. maí 2014 11:00 Hvar liggja mörkin milli skáldskapar og sagnfræði og hvað geta rithöfundar og sagnfræðingar lært hverjir af öðrum? Um það ætla spekingar að spjalla á Lofti Hosteli. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári. Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári.
Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira