Fékk leikbann fyrir kynþáttaníð í Garðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2014 06:30 Rautt Kynþáttaníð er ekki boðlegt. Vísir/Getty Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ í janúar voru gerðar breytingar á regluverki sambandsins hvað varðar aga- og úrskurðarmál. Ný grein, 16. grein aga- og úrskurðarmála, var tekin í notkun en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefur í för með sér. Áður hafa íslenskir leikmenn verið settir í bönn og sektaðir fyrir mismunun á knattspyrnuvellinum en 16. greinin var fyrst notuð í agadómi KSÍ í síðasta mánuði þegar Gylfi Örn Á. Öfjörð, leikmaður Víðis í Garði, var úrskurðaður í fimm leikja bann og félagið sektað um 100.000 krónur vegna framferðis hans í leik Víðis og Ísbjarnarins í leik í C-deild Lengjubikarsins. Gylfi fékk rautt spjald á 45. mínútu leiksins, sem fram fór 5. apríl í Garðinum, fyrir að beita Rui Pedro De Jesus Pereira, leikmann Ísbjarnarins, kynþáttaníði. Sá síðarnefndi tæklaði Gylfa hressilega og uppskar gult spjald en Gylfi svaraði fyrir sig með orðum sem ekki eiga að heyrast á knattspyrnuvelli frekar en annars staðar. Þessi nýja 16. grein er í fimm liðum og má lesa hana á vefsíðu KSÍ. Augljóst er að hart á að taka á kynþáttaníði og allri mismunun. Lið getur til dæmis misst stig í móti gerist leikmenn og forsvarsmenn þess sekir um kynþáttaníð. Þá getur áhorfandi sem beitir leikmenn kynþáttaníði verið settur í tveggja ára leikvallabann og viðkomandi félag sektað um 150.000 krónur án tillits til saknæmrar háttsemi eða yfirsjónar félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira